Skólanefnd

35. fundur 14. nóvember 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Jens Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Erindisbréf skólanefndar lagt fram til kynningar.

Lagt fram og tekið við ábendingum um breytingar.

2.1110419 - Skýrsla um starfsemi Skólahljómsveitar Kópavogs 2010-2011

Lagt fram til upplýsingar.

Skólanefnd þakkar greingóða ársskýrslu Skólahljómsveitar. Andrés Pétursson óskar eftir upplýsingum um stöðu húsnæðis Skólahljómsveitar Kópavogs.

3.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna

Staða máls kynnt.

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra grunnskóladeildar, unnið er að gagnaöflun.

4.1111071 - Forfallakennsla í grunnskólum

Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu forfalla og forfallakennslu í skólum bæjarins.

5.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Staða máls kynnt.

Rætt um stöðu málsins og ákveðið að fá forstöðumann upplýsingatæknideildar á fund skólanefndar eftir áramót.

6.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Vinna skólanefndar við grunnskólastefnu Kópavogs.

Skipaður var starfshópur til að skipuleggja áframhaldandi vinnu við skólastefnu Kópavogs. Starfshópinn skipa; einn fulltrúi frá meirihluta og einn frá minnihluta, fulltrúi skólastjóra og foreldra

7.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Tillögur framtíðarhóps SSH kynntar

Sviðstjóri menntasviðs gerði grein fyrir störfum og tillögum framtíðarhóps SSH um menntamál og sérfræðiþjónustu í skólum.

Annað:

Andrés Pétursson áheyrnafulltrúi Framsóknarflokksins hefur sagt sig frá nefndarstörfum. Skólanefnd þakkar Andrési fyrir samfylgd og samstarf og óskar honum alls góðs í framtíðar verkefnum.

Fundi slitið - kl. 19:15.