Skólanefnd

21. fundur 15. nóvember 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri Grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1006098 - Erindi frá trúnaðarmönnum Digranes- og Hjallaskóla

Á fundi skólanefndar, 7. júní 2010, var gerð eftirfarandi bókun: Skólanefnd vísar erindinu til umsagnar skólastjóra og fræðsluskrifstofu.

Á fundi skólanefndar 18/11 voru svör fræðslustjóra og skólastjóra lögð fram og eftirfarandi bókað: Skólanefnd leggur til að fræðslustjóri skýri umsögn sína og bendir á að formlegt svar hefur ekki borist nefndinni. Skólanefnd harmar ferli málsins.

Fræðslustjóri mun mæta á fundinn og gera grein fyrir svari sínu.

Fræðslustjóri benti á að bæjarráð er æðra stjórnsýslustig en skólanefnd og kjaramál heyra ekki undir verksvið hennar.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að biðja um að formlegt svar berist Álfhólsskóla.

2.1010327 - Fyrirspurn frá Samkóp um eftirlit og samræmingu skólastarfs

Deildarstjóri grunnskóladeildar mun svara erindinu.

Skólanefnd felur deildarstjóra Grunnskóladeildar að hitta stjórn Samkóps og gera skólanefnd grein fyrir málinu.

3.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Skólanefnd mun taka að sér að skoða fjölda tölva.

Skólanefnd biður atvinnu- og upplýsinganefnd að leita leiða til að fjölga tölvum í grunnskólum Kópavogs.

4.1011188 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2011

Miklar umræður urðu um málið, hugmyndir að áherslum lagðar fram og vísað til fræðslustjóra. Honum falið að vinna málið áfram.

Lögð fram bréf, annað frá skólastjóra Kópavogsskóla og hitt frá starfmönnum sama skóla. Bréfin rædd.

Fundi slitið - kl. 19:15.