- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Borist hefur bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi "hraðamælingar í ómerktri lögreglubifreið í Kópavogi" dags. 21. október 2012. Mælingar hafa farið fram með skipulögðum hætti frá árinu 2008. Sviðsstjóri gerði grein fyrir erindinu.
Lagt fram.
Lögð fram gögn verkefnastjóra Landverndar, sem send voru umhverfissviði 13. nóvember 2012. Í gögnum koma fram upplýsingar um skilyrði Bláfánans, upplýsingaskilti og umsóknareyðublöð.
"Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti að umhverfissvið vinni áfram að því að heimild fáist til að flagga Bláfánanum við Ýmishöfn."
Á fundi bæjarráðs 15. nóvember 2012 var á dagskrá erindi frá nefndasviði alþingis, dags. 8. nóvember 2012. Óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Á fundinum eru lögð fram drög að umsögn umhverfis- og samgöngunefndar.
"Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, dags. 3. desember 2012 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs."
Fulltrúi Næstbesta flokksins er alfarið á móti umsögninni.
Lögð fram drög að frumvarpi um almenningssamgöngur á landi, sbr. skjal lagt fyrir alþingi á 141. löggjafarþingi 2012-2013.
"Umhverfis- og samgöngunefnd telur að frumvarpið sé afar ítarlegt og að ekki sé ástæða til sérstakra ábendinga varðandi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu."
Á fundi bæjarráðs 22. nóvember 2012 var á dagskrá erindi Framtíðarhóps SSH, dags. 20. nóvember. Erindið varðar drög að eigendastefnu Strætó bs. og Sorpu bs. og er óskað eftir umsögn um drögin áður en framtíðarhópurinn heldur lengra með verkefnisvinnuna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Sviðsstjóri skýrði erindin.
Málinu frestað.
Á fundi bæjarráðs 22. nóvember 2012 var á dagskrá erindi frá Alp hf., dags. 8. nóvember 2012. Erindið varðar fyrirspurn um hvort heimilað verði að koma fyrir bensíndælu við Nýbýlaveg 8 og hvort fyrirtækið geti vænst þess að fá aukin afnot af bílastæðum.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum frá Alp hf. um umfang fyrirhugaðrar starfsemi.
Borist hefur bréf samstarfshóps Evrópskrar Samgönguviku og höfuðborgarsvæðinu dags. 23. nóvember 2012. Í bréfinu kemur fram að 16. til 22. september ár hvert taka mörg sveitarfélög á Íslandi þátt í Evrópskri Samgönguviku.
Lagt fram.
Borist hefur bréf stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð til umhverfis- og samgöngunefndar dags. 26. nóvember 2012. Í bréfinu er óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd hlutist til um að "forða því að kollur Nónhæðar verði tekinn undir íbúðabyggingar."
Erindið sent skipulagsnefnd til úrvinnslu.
Lögð fram gögn dags. nóvember 2012, vegna umferðartalningar í Kópavogi, sem fram fóru á föstudögum á tilteknum svæðum í október og nóvember. Sviðsstjóri gerði grein fyrir gögnum málsins.
Lagt fram.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur fjallað um gerð hávaðakorts og korts yfir stóra vegi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kortsins.
Lagt fram.
Borist hefur skýrsla Heilbrigðiseftirlits vegna umhverfisvöktunar dags. 7. nóvember 2012. Niðurstöður mælinga varða vötn, læki og strandsjó.
Lagt fram.
Fyrirspurn hefur borist frá Tryggva M. Þórðarsyni varðandi fjölda og kostnað við hundaskilti.
Áhaldahús hefur upplýst um að fjöldi skiltanna sé 20 stk. Lagður fram áætlaður kostnaður.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits til Kópavogsbæjar dags. 13. nóvember 2012. Með bréfinu fylgir afrit bréfs Heilbrigðiseftirlits til lóðarhafa Hafnarbraut 21 og 23, dags. 13. nóvember 2012. Einnig fylgja bréfinu myndir. Afskipti Heilbrigðiseftirlits varða "umgengni á lóðunum, sem er afar slæm. Kemur fram að þar ægi saman alls kyns úrgangi, spilliefnum, hreinu sorpi, alls kyns drasli og lausamuni í algerri óhirðu." Þar sem lóðarhafar komu sér ekki saman um þrif á svæðinu, þá lét Kópavogsbær fjarlægja sorpið. Eftir stendur að umgengni hefur í engu lagast, sbr. bréf Heilbrigðiseftirlitsins. Lóðarhöfum var í bréfinu gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum við bréf Heilbrigðiseftirlitsins fyrir 23. nóvember 2012. Heilbrigðiseftirlitinu hafa ekki borist athugasemdir lóðarhafa.
"Umhverfis- og samgöngunefnd telur ótækt að umgengni sem þessi sé liðin og óskar eftir því að umhverfissvið grípi til viðeigandi ráðstafana á kostnað lóðarhafa í samráði við Heilbrigðiseftirlitið. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu."