- Íbúar
- Leikskólaaldur - Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Okkar Kópavogur
- Íbúasamráð
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Barnvænt sveitarfélag
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits til Kópavogsbæjar dags. 13. nóvember 2012. Með bréfinu fylgir afrit bréfs Heilbrigðiseftirlits til lóðarhafa Hafnarbraut 21 og 23, dags. 13. nóvember 2012. Einnig fylgja bréfinu myndir. Afskipti Heilbrigðiseftirlits varða "umgengni á lóðunum, sem er afar slæm. Kemur fram að þar ægi saman alls kyns úrgangi, spilliefnum, hreinu sorpi, alls kyns drasli og lausamuni í algerri óhirðu." Þar sem lóðarhafar komu sér ekki saman um þrif á svæðinu, þá lét Kópavogsbær fjarlægja sorpið. Eftir stendur að umgengni hefur í engu lagast, sbr. bréf Heilbrigðiseftirlitsins. Lóðarhöfum var í bréfinu gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum við bréf Heilbrigðiseftirlitsins fyrir 23. nóvember 2012. Heilbrigðiseftirlitinu hafa ekki borist athugasemdir lóðarhafa.
"Umhverfis- og samgöngunefnd telur ótækt að umgengni sem þessi sé liðin og óskar eftir því að umhverfissvið grípi til viðeigandi ráðstafana á kostnað lóðarhafa í samráði við Heilbrigðiseftirlitið. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu."