Umhverfis- og samgöngunefnd

20. fundur 14. maí 2012 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Svava Hrönn Guðmundsdóttir
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi bæjarráðs 26. apríl 2012 var erindi um áframhaldandi efnistöku í námu í Lækjarbotnum vísað til umsagnar hjá nefndinni.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði samkvæmt gildandi samningi og að lokið verði við frágang svæða 1, 2 og 3 eigi síðar en 31. júlí 2012. Haft verði samráð við umhverfissvið Kópavogsbæjar við allar aðgerðir, vinnslu á svæðinu og frágang. Frekari efnistaka verði ekki á svæðinu fyrr en frágangi svæða 1, 2 og 3 er lokið.

 

2.1204280 - Baugakór, hraðahindrun

Lagt fram erindi frá íbúum í Baugakór dags. 24. apríl 2012 þar sem óskað er eftir frekari hraðatakmörkunum í götuna.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir tillögu að nýju umferðarskipulagi fyrir Baugakór, jafnframt að fram fari talning á fjölda ökutækja og mæling á umferðarhraða.

3.1203162 - Flugbraut fyrir módel flug við Bláfjallaveg

Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var óskað eftir umsögn nefndarinnar vegna flugbrautar fyrir módel flug við Bláfjallaveg.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við flugbraut fyrir módel flug á þessu svæði að því gefnu að framkvæmdaraðili skili inn ýtarlegri lýsingu á framkvæmd verksins s.s. lagfæringar á vegi, brautum og sáningu þar sem komið verði í veg fyrir óþarfa rask. 

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingar græns framboðs telja mikilvægt að leyfi sé ekki veitt nema Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis telji slíkt ekki ógna vatnsvernd á svæðinu eða raska því.

 

Fulltrúar meirihlutans benda á að skipulagsnefnd hafi óskað eftir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

4.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. apríl 2012 var lögð fram og kynnt aðgerðaráætlun um hreinsun atvinnulóða á Kársnesi.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14. maí 2012 var málið lagt fram á ný.

Málið kynnt og ákveðið að fara í aðgerðir með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

5.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Lögð fram tillaga að staðsetningu og útliti vegvísa vegna friðlýsingar í Skerjafirði.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fresta uppsetningu vegvísis þar til hægt verður að setja upp varanlegt upplýsingaskilti. Nefndin óskar jafnframt eftir því við Umhverfisstofnun að gert verði ráð fyrir tveimur varanlegum upplýsingaskiltum fyrir friðlýsta svæðið í Skerjafirði á næsta ári.

 

6.1203372 - Breyting á bílum Kópavogs í metanbíla - Tillaga frá fulltrúa Framsóknarflokks

Lögð fram greinargerð frá Umhverfissviði.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að einni bifreið bæjarins verði breytt í metan bifreið til prufu og reynslan metin á ársgrundvelli.

7.1204257 - Stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metan hf.

Lögð fram stefnumótun Stjórnar Sorpu bs. um málefni Metan hf. dags. 13. apríl 2012.

Kynnt.

8.1204256 - Fótboltagolfvöllur í Fagralundi

Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að staðsetningu fótboltagolfvallar í Fossvogsdal ásamt umsögn.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna fyrir sumarið 2012 að því gefnu að farið verði eftir ábendingum garðyrkjustjóra og unnið í samráði við hann.

9.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Á fundi bæjarráðs 3. maí 2012 var óskað eftir umsögn frá nefndinni vegna erindis frá SSH dags. 28. apríl 2012 um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

10.1205053 - Metanól

Lagðar fram upplýsingar um geymslu og dreifingu á metanóli á Íslandi.

Málið kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir áhyggjum af geymslu eldfimra vökva í bæjarfélaginu og felur umhverfissviði að hafa samband við forvarnarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um lausnir.

11.1204103 - Umhverfisstefna Torgsins

Lögð fram til kynningar umhverfisstefna Torgsins (bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar) sem hefur verið samþykkt af hálfu starfsmanna.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar umhverfisnefnd Torgsins innilega til hamingju með umhverfisstefnuna og hvetur jafnframt allar stofnanir Kópavogsbæjar að feta í fótspor þeirra og annarra sem þegar hafa sett sér umhverfisstefnu.

12.1203296 - Ársskýrsla 2011-2012

Ársskýrsla Skógræktarfélags Kópavogs lögð fram.

13.1203346 - Kerfisáætlun 2012-2016 - langtímaáætlun til 2026

Kerfisáætlun Landsnets hf 2012- 2016 og Langtímaáætlun til ársins 2026 lögð fram.

14.1205265 - Digranesbærinn- hestasteinn

Lögð fram tillaga um að flytja hestastein aftur að rústum Digranesbæjar, sem notaður var á Digranesbænum þegar hann var í byggð.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 19:00.