Lagt fram erindi Hjartar Smára V. Garðarssonar varðandi Birkihvamm 21 dags. 31. mars 2015.
Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.9.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 45m2 bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar ásamt 90 cm háum stoðvegg á lóðamörkum til austurs. Bílskúrinn verður um 3,2 m á hæð sbr. uppdráttum dags. 25.9.2014.
Á 1257 fundi skipulagsnefndar 20. mars 2015 var erindinu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar með tilliti til umferðaröryggis í götunni.
Lögð fram umsögn dags 18.5.2015.
Á 1116 fundi bæjarstjórnar þann 12. maí staðfesti Bæjarstjórn afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.