Umhverfis- og samgöngunefnd

96. fundur 20. febrúar 2018 kl. 16:30 - 17:22 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson varafulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1802011F - Bæjarráð - 2903. fundur frá 15.02.2018

16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn
Kynning á tilraunaverkefni plastsöfnunar frá deildarstjóra gatnadeildar.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar góðum árangri tilraunaverkefnis plastsöfnunar. Nefndin leggur til óbreytt fyrirkomulag flokkunar úrgangsefna í bláa tunnu og farið verði í útboð á meðhöndlun úrgangs í blárri tunnu í sveitarfélaginu.
Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og óskar eftir kynningu umhverfissviðs á verkefninu.

Almenn erindi

2.1801639 - Garðlönd 2018

Umhverfis- og samgöngunefnd - 95 (6.2.2018) - Garðlönd 2018
Frá garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að framlagt leigugjald garðlanda 2018 verði hækkað í samræmi við tillögu en frestar öðrum þáttum erindisins til næsta fundar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur með þeim breytingum að garðlönd við Núpalind verði áfram sumarið 2018 að gefinni lágmarks þátttöku þar.

Almenn erindi

3.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Kynnt framvinda verkefnisins og fyrirhugaðir samráðsfundir í febrúar og mars.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Frá umhverfisfulltrúa er lagt fram í samræmi við samþykkt Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 18.10.2016 varðandi æfingarsvæði og vegglistaverk í Kópavogi tillaga að fyrirkomulagi vegglistaverka sumarið 2018. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs og Molann - menningarhús ungmenna um samstarf og leiðbeinandi umsýslu sumarið 2018. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs um að auðkennd verði sex sumarstörf fyrir verkefnið 2018 í samráði við deildarstjóra Gatnadeildar Umhverfissviðs til að vinna að vegglistaverkum sumarið 2018 og annist starfsmenn Molans - menningarhús unglinga umsýslu umsókna og yfirferð. Lögð fram minnisblað um fyrirhugaðan efniskostnað og fyrirkomulag sumarið 2018 dags. 16.02.2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirhugað verklag, kostnaðaráætlun og óskir um samstarf og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu. Vísað til bæjarráð og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:22.