Umhverfis- og samgöngunefnd

100. fundur 04. september 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.18061037 - Kolefnisbinding og losun í Kópavogi

Fulltrúi Eflu ehf. kynnir skýrslu um kolefnisbindingu Kópavogsbæjar. Kynning byggð á skýrslu Mat á lífrænni binding í Kópavogi. Markmið þessa verkefnis var að meta lífræna kolefnisbindingu í gróðri í landi Kópavogs. Niðurstaða matsins var sú að lífræn binding í trjám, runnum og lúpínu í Kópavogi sé u.þ.b. 2.200 t CO2 ígildi á ári. Um er að ræða fyrsta mat á lífrænni bindingu í Kópavogi sem náði til þeirra svæða þar sem kolefnisbinding á sér stað. Auk þess var sérstaklega skoðuð losun frá framræstum votlendum.
Við mat á umfangi gróðurs í Kópavogi var byggt á kortagögnum um vistgerðir, kortagrunni Kópavogs og fjarkönnun með loftmynd af Kópavogi.
Í næsta fasa verkefnisins er ráðgert að meta ítarlegar kolefnisbindingu sem og losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1806977 - Aðalskipulag Garðabæjar 2018-2030. Breyting á Vífilstaðalandi.

Skipulagsráð - 32. fundur - 20.08.2018
Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 14. júní 2018 þar sem m.a. kemur fram að verkefnalýsing vegna rammahluta aðalskipulags Garðabæjar fyrir Vífilsstaðalands og Hnoðraholts sé nú til kynningar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í verkefnalýsingunni er þróun byggðar á svæðinu lýst og deiliskipulagsáföngum sbr. greinargerð dags. 2. maí 2018.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að fulltrúi Garðabæjar mæti á fund ráðsins 20. ágúst nk. til að gera grein fyrir málinu.

Málið lagt fram að nýju. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar gerir grein fyrir málinu.

Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagð verkefnalýsingu en áskilur sér rétt til að leggja þær fram á síðari stigum vinnunar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu en áskilur sé rétt til að leggja þær fram á síðari stigum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar óskar einróma eftir að umferðarverkfræðingur verði fenginn til að greina áhrif af tengingu sem fram kemur í aðalskipulagi Garðabæjar frá Reykjanesbraut að hringtorgi Arnarnesvegar við Leirdalsop. Óskar nefndin eftir að skoðuð verði þörf á tengingunni með tilliti til umferðarmagns og umferðasköpunar svæðisins.

Almenn erindi

3.1808763 - Tillaga um hjóla/göngustíg meðfram Reykjanesbraut að austanverðu frá Arnarnesbrú að Skógarlind

Erindi frá Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúa. Lengi hefur verið kallað eftir tengingu fyrir hjólandi og gangandi umferð frá Arnarnesbrú við stígakerfi norðan við Lindahverfi. Þessi stígur mun nýtast öllum sem fara frá Lindahverfi til suðurs og vestur fyrir Reykjanesbraut og ekki síst þeim sem þurfa að komast í gegnum Kópavog austan Reykjanesbrautar. Engin góð hjóla/gönguleið er vestan Reykjanesbrautar og því er þetta vandræðasvæði með tilliti til slíkrar umferðar. Með tillti til tengingar sem þessi stígur skapar á milli sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu þarf að sækja fjármagn til framkvæmdarinnar til ríkisins að einhverjum hluta. Um mikla samgöngubót er að ræða og því mikilvægt að hefjast handa hið fyrsta.

Skipulagsráð - 32 (20.8.2018) - Tillaga um hjóla/göngustíg meðfram Reykjanesbraut að austanverðu frá Arnarnesbrú að Skógarlind
Skipulagsráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til afgreiðslu.

Almenn erindi

4.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Vegglistamenn unnu að gerð vegglistaverkefnis á vegg við Skemmuveg 4 í Kópavogi. Farið yfir verkefni sumarsins og stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1711313 - Hljóðvistarstyrkur í Kópavogi

Lögð fram og kynnt aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018 unnin af Eflu dags. 25.04.2018 í samræmi við Reglugerð um kortlagningu á hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005.
Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og áframhaldandi vinnu við verklagsreglur varðandi hljóðvistarstyrki í Kópavogi.

Almenn erindi

6.1802693 - Tillaga að breytingu á úthlutunarreglum lóða varðandi flokkun sorps á byggingarstað.

Á fundi skipulagsráðs 19. febrúar 2018, undir liðnum önnur mál, var samþykkt erindi Guðmundar Gísla Geirdal þar sem hann lagði til að við úthlutun lóða í Kópavogi verði gerð krafa um flokkun sorps á byggingarstað. Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Júlíus Hafstein og Hreggviður Norðdahl tóku undir með Guðmundi.
Vísað til skipulags- og byggingardeildar til afgreiðslu.

Almenn erindi

7.18082513 - Ljósa- og auglýsingaskilti - Verklag

Kynning verklagsreglum fyrir skilti í Kópavogi 2013 og áframhaldandi vinnu á verklagsreglum fyrir ljós- og auglýsingaskilti í Kópavogi 2018.
Lögð fram skýrsla Lisku ehf, varðandi ljósvist, ljósmagn og lýsingu í bæjarfélaginu dags. ágúst 2018.
Í samvinnu við rekstraraðila ljósaskilta í Kópavogi hafa farið fram greiningar á ljósmagni, glýju og ljósstigun á ljósaskiltum í Kópavogi eftir árstíðum, tíma dags og dagsbitu í ágúst 2017. Ljósaskilti voru stiguð með klukkustunda kvarða miðað við að á daginn væri ljósmagn að hámarki 5000 lux að ljósmagni og að á kvöldin að hámarki 500 lux að ljósmagni. Ljósmagn er skorðað við að það fari aldrei fyrir ljósmagn dagsbirtu sem er mjög breytileg eftir veður og skýjafari.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1805627 - Ljósaskilti við Smárann. Aðgerðir vegna kvartana frá íbúum. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

1805627 - Bæjarráð - 2914 (17.5.2018) - Ljósaskilti við Smárann. Aðgerðir vegna kvartana frá íbúum. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfullrúa :
"Ljósaskilti við Smárann. Ítrekað hefur verið kvartað yfir umræddu ljósaskilti af íbúum Nónhæðar. Birtan á því var takmörkuð um tíma og jafnvel slökkt, en núna er það ekki þannig lengur. Hvers vegna ekki?
Komið hefur fram að umrætt skilti ógni öryggi þeirra sem koma akandi frá suðri fram hjá Smáranum."
Umhverfisvið Kópavogsbæjar hefur í samráði við rekstraraðila ljósaskilta í Kópavogi farið í greiningar á ljósmagni, glýju og endurvarpi ljósmagns skilta. Skiltin voru stillt til að fara ekki yfir ljósmagn dagsbirtu síðan ágúst 2017. Ekki hafa borist kvartanir síðan.

Almenn erindi

9.18082519 - Síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogsbæjar 2018

Lögð fram tillaga að dagsetingu og fyrirkomulagi Síðsumarsgöngu Umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogsbæjar 2018.
Lagt til að ganga verði 10. eða 11. september 2018.
Gengið verði frá vesturhluta Kársnes við gömlu byggjuna og gengið austur eftir strönd Kópavogs, neðan Þinghólsbrautar og Sunnubrautar, upp Urðabraut og endað á Rútstúni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma og þakkar Sögufélagi Kópavogsbæjar samstarfið. Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur íbúa til að mæta til göngu í tilefni dags náttúrunnar í mánuðinum.

Fundi slitið - kl. 18:30.