Umhverfis- og samgöngunefnd

114. fundur 08. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1903204 - Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2019

Frá Garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að framkvæmdum á útivistarsvæðum í Kópavogi 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1803757 - Hundagerði í Kópavogi

Frá formanni Umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram tillaga að hundasvæði. Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar kynnir tillöguna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að hundasvæði og vísar því til umsagnar Skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.1904170 - Bílastæði í Hamraborg

Lagt fram erindi Markaðsstofu Kópavogs ses. varðandi bílastæði í Hamraborg dags. 2.4.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfissviðs og bæjarlögmanns.

Almenn erindi

4.1701690 - Frá fostöðumanni Sundlaugar Kópavogs - Bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs

Lögð fram tillaga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu enda rúmist hún innan ramma fjárhagsáætlunar.

Almenn erindi

5.1901032 - Loftgæði 2019.

Lögð fram skýrsla Efnagreiningar Nýsköpunarmiðstöðvar dags. mars 2019 varðandi Umhverfisvöktun Dalsmára, mælingar í lofti 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1903564 - Plastlaus september 2019

Lagt fram erindi Heiðar Magný Herbertsdóttur formanns stjórnar fyrir Plastlaus September dags. 13.3.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og vísar erindinu til afgreiðslu Umhverfissviðs.

Önnur mál

7.1904467 - Brennisteinsvetni í andrúmslofti

Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi brennisteinsvetni í andrúmslofti.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.