Á 82. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 31. janúar 2017 var lagt fram erindi frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Á 89. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 4.júlí 2017 var lagt fram erindi frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða lausnir með upplýsingaskiltum um fjölda lausra bílastæði við sundlaugina, Vallargerðivöll, Rútstún og Borgarholt og skoða hugsanlega gjaldskyldu við bílastæði næst sundlauginni. Bílastæði við Vallargerðisvöll, Rútstún og Borgarholt væru hins vegar ekki gjaldskyld.
Á 114. fundir umhverfis- og samgöngunefndar þann 8.apríl 2019 var lögð fram tillaga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu enda rúmist hún innan ramma fjárhagsáætlunar.
Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.