Umhverfis- og samgöngunefnd

122. fundur 17. desember 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Leifur Eiríksson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar kynnir á verklag og vinnufyrirkomulag Bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Leif Eiríkssyni fyrir kynninguna. Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1912313 - Vatnsendablettur - Öryggi barna og gangandi vegfarenda með gerð göngustíga

Lagt fram erindi frá Óskari Veturliða Sigurðsson varðandi öryggi barna og gangandi vegfarenda við Vatnsendabletti í Vatnsendalandi dags. 6. desember 2019.
Gönguleiðir tilgreindar í erindi eru ekki á umráðasvæði Kópavogsbæjar. Umhverfissviði falið að ræða við landeiganda um úrbætur á umræddum gönguleiðum.

Almenn erindi

3.1701690 - Frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs - Bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs

Á 82. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 31. janúar 2017 var lagt fram erindi frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.

Á 89. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 4.júlí 2017 var lagt fram erindi frá forstöðumanni Sundlaugar Kópavogs varðandi bílastæðamál við Sundlaug Kópavogs dags. 15.1.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því jafnframt til umhverfissvið að huga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða lausnir með upplýsingaskiltum um fjölda lausra bílastæði við sundlaugina, Vallargerðivöll, Rútstún og Borgarholt og skoða hugsanlega gjaldskyldu við bílastæði næst sundlauginni. Bílastæði við Vallargerðisvöll, Rútstún og Borgarholt væru hins vegar ekki gjaldskyld.

Á 114. fundir umhverfis- og samgöngunefndar þann 8.apríl 2019 var lögð fram tillaga að varanlegri lausn á bílastæðavanda Sundlaugar Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu enda rúmist hún innan ramma fjárhagsáætlunar.

Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1811676 - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla

Á 106 fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 4. desember 2018 var lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi. Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.

Á 2938 fundi bæjarráðs þann 13. desember 2018 var lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Á 1187 fundi bæjarstjórnar þann 8. janúar 2019 var lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

Á 109. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 15. janúar 2019 var lagður fram ferill málsins og niðurstaða 106. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 4. desember 2018 varðandi lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla. Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi. Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.
Á 2938 fundi bæjarráðs 13. desember 2018 var tekin fyrir lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Lögð fram umsögn deildarstjóra gatnadeildar dags. 9.1.2019.
Lagt fram og kynnt.

Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.17052048 - Gatnaviðhald - ástandsskoðun, heildarúttekt

Kynning á hvaða götur hafa fengið gatnaviðhald það sem af er ári og eins hvaða götum verið lokið við að sinna á þessu ári í gatnaviðhaldi. Farið yfir hvaða göngu- og hjólastígar hafa verið lagðir, endurnýjaðir eða endurbættir.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.