Umhverfis- og samgöngunefnd

141. fundur 18. maí 2021 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2105303 - Skynjarar í tunnur og gáma erindi frá Hreiðari Oddssyni

Farið yfir reynslu grænna skáta af notkun skynjara í tunnur og gáma og það starf sem á sér stað hjá þeim.
Frestað.

Almenn erindi

2.20051100 - Kynning frá Hopp Mobility

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir kynnir árangur, upplifun og reynslu HOPP Mobility af rekstri rafrenna í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2105294 - Erindi frá íbúum í Lautasmára og Lindasmára. Lokanir í götum, framkvæmdir við Dalsmára og götulýsing.

Lagt fram erindi frá íbúum í Lautarsmára og Lindasmára dags. 8. maí 2021 varðandi bráðabirgða lokanir á tengiveg milli Lautasmára og Lindasmára á móts við Lautasmára 43 og Lindasmára 13. Óskað er eftir kynningu á fyrirhugaðri framkvæmd við Dalsmára og rekstur á lýsingu á göngustíg við Lindasmára.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu.

Almenn erindi

4.2103759 - Hjóla- og göngustígar á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Lögð fram kynning á upphafi deiliskipulagsvinnu fyrir hjólastíg á sunnanverðu Kársnesi með tilvísan til 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Brú yfir Fossvoginn og uppbygging á vestanverðu Kársnesi felur í sér aukið vægi stígsins bæði hvað varðar samgöngur og útivist. Minnisblað dags. 14. apríl 2021 ásamt viðaukum A og B frá Eflu verkfræðistofu dags. 21. apríl 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2105322 - Fornahvarf. Göngu- og hjólaleið.

Lagt fram erindi Klöru Soffíu Baldursdóttar Briem dags. 30. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að umhverfis- og samgöngunefnd ræði göngutengingar í Fornahvarfi. Erindið snýr að því að tryggja öllum íbúum bæjarins viðunandi samgöngur frá heimilum sínum þar sem engin göngu- eða hjólreiðastígur, né vegkantur, hefur verið lagður meðfram Fornahvarfi en það svæði tilheyrir landi Kópavogsbæjar þó gatan sjálf liggi á landi Vatnsenda samkvæmt landmerkjum.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.2105156 - Umferðaröryggi á Kársnesi erindi frá Anda Steini Hilmarssyni

Lagt fram erindi frá Andra Steini Hilmarssyni dags. 6. maí 2021 varðandi umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á Kársnesi með sérstakri áherslu á skoðun hvar slys eiga sér stað og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir umferðaröryggisáætlun.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.2105165 - Umferðaröryggi við grunnskóla Kópavogs erindi frá Andra Steini Hilmarssyni

Lagt fram erindi frá Andra Steini Hilmarssyni dags. 6. maí 2021 um að gerð verði úttekt á umferðaröryggi við grunnskóla Kópavogs. Skoðað verði hvernig breyta og bæta megi sleppisvæðum við skólana, umferðarflæði inn á lóð grunnskóla og eftir atvikum leikskóla í nálægð við grunnskóla og mögulegar breytingar til að auka umferðaröryggi og stuðla að því að lóð grunnskóla nýtist af sem mestum hluta undir skólastarfsemi.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

8.2105064 - Umhverfisviðurkenningar 2021

Lögð fram tillaga að útfærslu og verklagi á umhverfisviðurkenningum 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur af útfærslu og verklagi 2021.

Fundi slitið - kl. 18:30.