Umhverfis- og samgöngunefnd

35. fundur 27. maí 2013 kl. 16:00 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir
  • Gylfi Sigurðsson
  • Kristján Matthíasson
  • Hreiðar Oddsson
  • Helgi Jóhannesson
  • Tryggvi Magnús Þórðarson
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar þann 14.05.2013 og er nefndinni falið að fjalla um málið.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Margrét Júlía Rafnsdóttir situr hjá og telur að fremur hefði átt að setja hringtorg við Dalveg nr. 18 vegna mikilvægis þess að tryggja öryggi vegna forgangsaksturs og útkalls lögreglu, eins og Lögreglan hefur margsinnis bent á. 

2.1304443 - Farartæki á göngustígum.

Fulltrúi frá LHM fer yfir merkingar á göngustígum og fleiri tengd mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið. Nefndin felur umhverfissviði að vinna nánar í málinu í samvinnu við nágranna sveitarfélög, SSH og LHM.

3.1305506 - Vatnsvernd í Vatnsendahlíð

Sveinn Óli Pálmarsson kynnir niðurstöður frá Vatnaskilum vegna vatnsverndar við Vatnsendahlíð, dags. 08.05.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið.

4.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Nýr áningastaður fyrir hjólreiðafók við Kópavogstún hefur verið tekinn í notkun.

Umhverfisfulltrúi kynnti. Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir ánægju sinni um hve vel hefur tekist til.

5.1304005 - Hálsatorg og mannlíf sumarið 2013

Umhverfisfulltrúi kynnir stöðu mála.

Umhverfisfulltrúi kynnti viðburði á torginu í sumar og kom meðal annars fram að stefnt verði að samvinnu milli sviða á næsta ári.

6.1211189 - Bláfáninn - Fossvogshöfn

Kópavogsbær hefur fengið grænt ljós á Bláfánann fyrir Fossvogshöfn.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna að viðburði tengdum afhendingu fánans sem verður 6. júní í húsi Siglingafélagsins Ýmis og kynna Bláfánaverkefnið á heimasíðu bæjarins.

7.1304432 - Bæjarfjall Kópavogs

Dagsetning fyrir göngu á Vífilfell kynnt.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að kynna gönguna fyrir íbúum á heimasíðu bæjarins.

8.1305381 - Dagur íslenskrar náttúru 2013

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september næstkomandi. Sveitarfélög eru hvött til að efna til viðburða í tengslum við daginn.

Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd kallar eftir hugmyndum frá umhverfissviði.

9.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Á fundi bæjarstjórnar þann 14.05.2013 var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Minnisblað frá umhverfisfulltrúa lagt fram.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að skoða útfærslu á samgöngusamningi til starfsmanna nánar.

10.1304001 - Umhverfisviðurkenningar 2013

Tilnefningar lagðar fram og dagsetning umhverfisviðurkenninga kynnt.

Tillögur kynntar og unnið er áfram í málinu.

11.1305303 - Skólagerði 27, bílastæði.

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 14.05.2013, vegna bílastæða. Minnisblað umhverfisfulltrúa lagt fram.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða skipulag götunnar í heild um leið og unnið er áfram í málinu.

12.1305332 - Hlíðardalsvegur

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 13.05.2013, þar sem vakin er athygli á hraðakstri við Hlíðardalsveg og í hliðargötum. Minnisblað umhverfisfulltrúa lagt fram.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu.

13.1005063 - Þríhnúkagígur

Umhverfis- og samgöngunefnd vill gera grein fyrir því að nefndin lítur umhverfisslys við Bláfjöll mjög alvarlegum augum og bíður eftir að fá afhenta skýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til að geta farið nánar yfir málið.

Fundi slitið - kl. 18:30.