Velferðarráð

9. fundur 08. maí 2017 kl. 16:15 - 18:35 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Arnþór Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1701174 - Teymisfundir 17 og 18

Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1704419 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Mál tekið fyrir að nýju
Fært í trúnaðarbók.

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.1610154 - Áætlun um stofnun búsetuúrræðis á Nýbýlavegi 30

Sviðsstjóra velferðarsviðs var falið að kanna valkosti um rekstur úrræðisins og möguleika á samstarfi við utanaðkomandi fagaðila.
Kristín Sævarsdóttir mætti til fundar kl. 16:37.

Þjónustudeild fatlaðra

5.1704602 - Áfrýjun vegna sérfræðiráðgjafar

Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild fatlaðra

6.1705225 - Umsagnamál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild aldraðra

7.1611327 - Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila

Lagt fram til upplýsingar og samþykkis
Velferðarráð staðfesti kæru vegna synjunar Sjúkratrygginga.

Þjónustudeild aldraðra

8.1704398 - Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra. Stöðuyfirlit

Lagt fram.

Önnur mál

9.1705318 - Samantekt á stefnum, reglum og verkferlum velferðarsviðs

Önnur mál

10.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Sverrir Óskarsson upplýsti ráðið um að reglur um öldungaráð verði lagðar fyrir bæjarstjórn þriðjudaginn 9. maí n.k.

Fundi slitið - kl. 18:35.