Velferðarráð

27. fundur 09. apríl 2018 kl. 16:15 - 17:44 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson formaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1801140 - Teymisfundir 2018

Lagt fram til kynningar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1802188 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2018

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.18031300 - Félagslegar leiguíbúðir og gæludýrahald

Vegna fyrirspurnar fundarmanns. Kristín Sævarsdóttir leggur fram tillögu um breytingar á reglum gæludýrahalds í félagslegum íbúðum. Velferðarráð frestar tillögunni og óskar eftir umsögn um gæludýrahald frá eignardeild umhverfissviðs bæjarins.

"Leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum:

a) Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi).
b)Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt." Kristín Sævarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar.

Rannveig María Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Þjónustudeild fatlaðra

4.18031084 - Umsagnamál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð ákveður í ljósi fyrirliggjandi gagna að veita tímabundið leyfi stuðningsfjölskyldu til eins árs.
Guðlaug Ósk Gísladóttir sat fundinn undir þessum lið.

Þjónustudeild fatlaðra

5.1411489 - Ársreikningur 2017, Ás styrktarfélag

Lagt fram til kynningar.
Guðlaug Ósk Gísladóttir sat fundinn undir þessum lið.

Þjónustudeild fatlaðra

6.1804118 - Leiðbeinandi reglur varðandi úttekt á stuðningsfjölskyldu

Lagt fram til kynningar.
Guðlaug Ósk Gísladóttir sat fundinn undir þessum lið.

Þjónustudeild aldraðra

7.18031170 - Þjónustusamningur um ráðningu félagsliða til starfa við heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Velferðarráð fagnar áframhaldandi þjónustusamningi við heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ráðið hvetur til þess að stiginn verði frekari skref í átt að samþættingu milli heimahjúkrunar og heimaþjónustu.

Önnur mál

8.16031350 - Klúbburinn Geysir- styrkumsókn

Velferðarráð samþykkir að veita 500.000kr. styrk til Klúbbsins Geysis fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:44.