Velferðarráð

49. fundur 09. september 2019 kl. 16:15 - 18:11 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
 • Björg Baldursdóttir aðalmaður
 • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
 • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1903535 - Teymisfundir ráðgjafa- og íbúðadeildar

34. og 35. fundir lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Herdís Þóra Snorradóttir, ráðgjafi - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1909181 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð 2019

Áfrýjun dags. 5. september 2019 lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Herdís Þóra Snorradóttir, ráðgjafi - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

3.1909200 - Stuðningsfjölskylda. Umsókn

Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda dags. 2. september 2019 með þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

4.19081008 - Fyrirspurn varðandi þjónustusamninga

Greinargerð deildarstjóra dags. 5. september 2019 lögð fram sem svar við bókun af fundi velferðarráðs dags. 26. ágúst 2019.
Lagt fram.

Kristín Sævarsdóttir og Donata H. Bukowska lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í velferðarráði skora á bæjarstjórn Kópavogs að beita sér í að fjölga gildandi NPA samningum í Kópavogi. Alls eru um 70 NPA samningar í gildi á landinu og ættu því að vera 6-8 gildandi samningar í Kópavogi. Þeir eru aðeins þrír. Úr því verður að bæta."

Fundarhlé hófst kl. 17:24, fundi fram haldið kl. 17:41.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í Kópavogi eru þrír NPA samningar í gildi, og eru tveir sem bíða samþykkis ríkisins, enda er fullgilding NPA samninga háð 25% framlagi ríkisins hverju sinni. Engri umsókn um samning hefur verið hafnað.
Það er í hugmyndafræði NPA að notandinn velji sjálfur þá þjónustuleið sem hans vilji stendur til. Í dag eru sjö þjónustusamningar utan NPA samninga virkir í Kópavogi. Guðmundur G. Geirdal, Karen E. Halldórsdóttir, Björg Baldursdóttir og Baldur Þór Baldvinsson."
Andrés Pétursson tók undir bókunina.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

5.1901896 - Endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra

Drög að reglum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

6.1905602 - Endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra

Drög að reglum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild fatlaðra

7.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð dags. 30. ágúst 2019 í tveimur liðum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:52

Þjónustudeild aldraðra

8.16082183 - Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.

Lögð fram tillaga deildarstjóra dags. 2. september 2019 um reglubreytingu.
Velferðarráð samþykkti breytingatillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:11.