Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fer með málefni umhverfis, náttúruverndar og samgöngumála í umboði bæjarstjórnar. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.

Nefndin er kosin til fjögurra ára í senn og á fyrsta fundi hverrar nefndar fer fram kjör formanns og varaformanns.  Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fer með verkefni náttúruverndarnefndar skv. lögum um náttúruvernd 44/1999, sbr. einnig reglugerð um náttúruvernd nr. 205/1973, með síðari breytingum, lög um landgræðslu nr. 17/1965, lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 m.s.b. og umferðarlög nr. 50/1987. Umhverfis- og samgöngunefnd skal móta stefnu í umhverfis-, náttúruverndar- og samgöngumálum og taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarstjórnar hvað varðar verksvið nefndarinnar.

Umhverfissvið annast framkvæmd stefnu og verkefna nefndarinnar og samskipti við aðrar stofnanir bæjarins. Umhverfis- og samgöngunefnd skal leitast við í allri sinni ákvarðanatöku að hafa sjálfbæra þróun og hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi.

Síðast uppfært 14. mars 2024