Jafnlaunastefna

Kópavogsbær hefur það að markmiði að allir þeir starfsmenn sem vinna sambærileg eða jafn verðmæt störf fái sömu laun og kjör fyrir sín störf. 

Jafnlaunastefnan tekur til alls starfsfólks Kópavogsbæjar. Meginmarkmið jafnlaunastefnu Kópavogsbæjar er að allar launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar. Markmið Kópavogsbæjar er að vera vinnustaður þar sem konur og karlar hafi jöfn tækifæri í starfi, starfsemin taki mið af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og enginn óútskýrður launamunur sé til staðar.

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og launastefnu Kópavogsbæjar og er henni ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir.

Kópavogsbær hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Kópavogsbær skuldbindur sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna.

 Í samræmi við kröfur IST85:2012 hefur sveitarfélagið að markmiði að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og halda því við.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Greina niðurstöður með stjórnendum og kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
  • Markmið og áætlun sem sett  eru í kjölfar árlegrar launagreiningar séu í samræmi við jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar.
  • Hafa eftirlit með og bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum, kjarasamningum og starfsmati sem eru í gildi eru á hverjum tíma.
  • Birta stefnuna á innri vef Kópavogsbæjar og kynna hana öllu starfsfólki.
  • Tryggja að stefnan sé ávallt aðgengileg almenningi á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Skoða Jafnlaunastefnu á PDF sniði

Síðast uppfært 13. ágúst 2021