Hamraendi 14-20

Grenndarkynning

Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hamraenda 12, 22 og Hestheimum 14-16.

Í breytingunni felst viðbygging við vesturhlið núverandi hesthúss á lóðinni alls 42,4 m² að flatarmáli.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1281/2025, eigi síðar en 22. október 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Hamraendi 14-20
Tímabil
19. september til 22. október 2025