Kópavogsbraut 20

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. desember 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 20 við Kópavogsbraut fyrir hagsmunaaðilum á lóðum nr. 9, 11, 18 og 22 við Kópavogsbraut ásamt nr. 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut.

 

Sótt er um að byggja gróðurhús við núverandi íbúðarhús og viðbyggingu við bifreiðageymslu, samtals 230 m². Uppdrættir dags. 15. apríl 2025, uppfærðir 25. september 2025.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is málsnr. 44/2026, á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is / umhverfi / skipulagsmál / skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 44/2026, eigi síðar en 26. febrúar 2026.