Skjólbraut 5

Grenndarkynning

Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2026 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skjólbraut 2, 3A, 4, 6, 7, 8, 10 og 12 og Meðalbraut 8, 10 og 12.

Í breytingunni felst að grunnflötur núverandi húss á lóðinni lengist um 2,7 m til vesturs, grunnflötur fyrirhugaðrar viðbyggingar er áætlaður 21,3 m² að flatarmáli. Þakform breytist úr valmaþaki í söðulþak og þak hækkar um 1 m. Tveimur kvistum er einnig bætt við á suður- og norðurhlið. Þá er gert ráð fyrir svölum á kvist á suðurhlið. Fyrirhuguð heildaraukning byggingarmagns er áætluð 60,2 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 fylgja dags. 8. mars 2025

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 788/2025, eigi síðar föstudaginn 11. júlí 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Skjólbraut 5
Tímabil
12. júní til 11. júlí 2025