Þinghólsbraut 55

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 55 við Þinghólsbraut fyrir hagsmunaaðilum að Þinghólsbraut 53 og 57.

 

Byggingarleyfisumsóknin varðar samþykkta 105,8 m² vinnustofu á sunnanverðri lóðinni en sótt er um tilfærslu á staðsetningu, vinnustofan færist til um 1m til austurs og verði því 5 m frá lóðarmörkum Þinghólsbrautar nr. 55 og 57.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is málsnr. 1435/2025, á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is / umhverfi / skipulagsmál / skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1435/2025, eigi síðar en föstudaginn 21. nóvember 2025.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Þinghólsbraut 55
Tímabil
23. október til 21. nóvember 2025