Þinghólsbraut 63

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 63 við Þinghólsbraut fyrir hagsmunaaðilum að Þinghólsbraut 61, 62, 64, 65 og 66.

Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Uppdrættir og umsögn um málið eru að finna á Skipulagsgátt og á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1202/2025, eigi síðar en föstudaginn 3. október 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Þinghólsbraut 63
Tímabil
3. september til 3. október 2025.