- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Verkefnalýsing til undirbúnings deiliskipulagsgerðar til kynningar.
Vakin er athygli á því að nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kynning á skipulagslýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags í Vatnsendahvarfi. Skipulagslýsingin nær yfir óbyggt svæði á Vatnsendahæð þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð í tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 sem nú er í kynningu. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur suðaustan við fyrirhugaðan Arnarnesveg á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs, Kórahverfis og Hvarfa í Vatnsenda. Í skipulagslýsingunni koma m.a. fram helstu áherslur bæjaryfirvalda við fyrirhugaða deiliskipulagsgerð, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli svo og um kynningu og samráð.
Ofangreind verkefnalýsing er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er nánari upplýsinga um skipulagslýsinguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsmenn skipulagsdeildar Umhverfissviðs á netfangið skipulags@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 25. maí 2021.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin