Borgarholtsbraut 69

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 19. júní 2023 var lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 67, 69 og 71 við Borgarholtsbraut.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 27. júlí 2023.