Rammahluti aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á vestanverðu Kársnesi.

Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - Rammahluti aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á vestanverðu Kársnesi.

Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er vakin athygli á því að bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 9. desember 2024 tillögu að rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á vestanverðu Kársnesi.

 

Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu.

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar

 

Rammahluti aðalskipulags fyrir vestanvert Kársnes ásamt viðbrögðum sveitarfélagsins við ábendingum og athugasemdum sem bárust á kynningatímabili er aðgengilegt í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 580/2024 og á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is/ umhverfi/ skipulagsmál/ skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skipulag@kopavogur.is. Einnig er hægt er að bóka símtal í gegnum www.kopavogur.is.