Meltröð 10

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 10 við Meltröð fyrir hagsmunaaðilum að Meltröð 8 og 6, Hátröð 9 og 7 og Álfhólsvegi 34 og 36.

Sótt er um að stækka tvo kvisti á austur og vesturhlið hússins.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Uppdrættir og umsögn um málið eru að finna á Skipulagsgátt og á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1204/2025, eigi síðar en föstudaginn 3. október 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Meltröð 10
Tímabil
3. september til 3. október 2025.