Silfursmári 1-7

Auglýsing

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 26. ágúst 2025 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7.

 

Tillagan felur í sér að byggðir verði allt að 22.970 m² ofanjarðar af blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis þar sem verði allt að 80 íbúðir. Einnig er heimild fyrir allt að 20.000 m² neðanjarðar. Hús eru almennt á bilinu 1-5 hæðir en það hæsta allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Markmið með tillögunni er m.a. að styrkja enn frekar svæðiskjarnann í Smáranum og tengja saman 201 Smára og Smáralind þannig að miðsvæðin tengist með byggð og torgsvæðum. Hún felur í sér að íbúðum er fjölgað um 62 frá fyrra deiliskipulagi og stuðlar að auknum lífsgæðum með fjölbreyttu mannlífi, verslun og þjónustu.

 

Tillagan er sett fram á uppdráttum dags. 2. júlí 2025, uppfærður 3. nóvember 2025 og aðskilinni greinargerð dags. 3. júlí 2025, uppfærð 3. nóvember 2025. Einnig lagt fram samgöngumat fyrir Silfursmára 1-7 unnið af VSÓ dags. 30. júní 2025 og minnisblað um frumathugun á vindafari unnið af Veðurvaktinni, dags. 11. nóv. 2025.

 

Vakin er athygli á opnu húsi miðvikudaginn 19. nóvember 2025 í sal Smáraskóla, að Dalsmára 1, kl. 17:00-18:30. Þar verður tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 kynnt.

 

Ofangreindar tillögur er aðgengilegar á Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, Óveruleg breyting á aðalskipulagi: mál nr. 1487/2025 og tillaga að breyttu deiliskipulagi Silfursmára 1-7 mál nr. 1488/2025, á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is/ umhverfi/ skipulagsmál/ skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skipulag@kopavogur.is. Einnig er hægt er að bóka símtal í gegnum www.kopavogur.is.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum  Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is málsnr. 1488/2025, eigi síðar en 8. janúar 2026. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.