- Íbúar
- Leikskólaaldur - Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Okkar Kópavogur
- Íbúasamráð
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Barnvænt sveitarfélag
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð



Kópavogur er Barnvænt sveitarfélag og tók fyrst við viðurkenningu sem slíkt frá UNICEF á Íslandi og félags- og barnamálaráðuneyti á árinu 2021. Sú viðurkenning var staðfest í byrjun ársins 2023 eftir að stöðumat á verkefninu hafði farið fram. Barnvæn sveitafélög eru alþjóðlegt verkefni (e. Child Friendly Cities) sem hefur það að markmiði að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda þeirra samkvæmt Barnasáttmála við gerð stefnu, verkefna eða við aðra ákvarðanatöku. Með Barnvænu sveitarfélagi er leitað leiða til þess að auka lýðræði meðal grunnskólabarna og ungs fólks í Kópavogi.
Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 1. janúar 2022 . Markmið laganna er að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana þegar þörfin verður ljós og að tryggt sé að samstarf í kringum börn og fjölskyldur á Íslandi sé í skýrum farvegi. Leiðarljósið er að sameiginleg lausnaleit fari fram með snemmtækum stuðningi í stað þess að málum sé vísað á milli þjónustuveitenda.
Nokkrir leik- og grunnskólar eru lagðir af stað í spennandi þróunarvinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og munu að því loknu verða Réttindaleik- og grunnskólar UNICEF. Réttindaleik- og grunnskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Börn og ungmenni læra um mannréttindi sín í leik og starfi. Réttindum barna er fylgt eftir í skipulagi skólanna og birtast í samskiptum við önnur börn, kennara, starfsfólk, foreldra og frístundaleiðbeinendur. Í upphafi fór allt starfsfólk viðeigandi stofnana á kynningarfund hjá UNICEF.
Á myndinni má sjá þegar fulltrúar frá UNICEF á Íslandi komu og veittu Vatnsendaskóla viðurkenninguna að viðstöddum nemendum skólans, starfsfólki og velunnurum.
Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla og hefur mæting í klúbbinn verið góð. Klúbburinn hlaut meðal annars viðurkenningu frá Menntaráði Kópavogsbæjar, Kópinn, fyrir gott starf. Starfið er mikilvægur stuðningur við hinsegin ungmenni bæjarins, en klúbburinn er opinn öllum sem vilja taka þátt. Klúbburinn er starfræktur alla miðvikudaga og skipuleggja þátttakendur dagskrána sjálfir með aðstoð starfsfólks. Samstarf hefur einnig myndast á milli Kópavogs og Hafnarfjarðar, og í þeirri samvinnu er horft til þess að sveitarfélögin skiptast á að bjóða í hinsegin opnanir, en góð mæting hefur verið í þær opnanir. Stefnt er að því að bjóða upp á hinsegin opnanir með Hafnarfirði einu sinni í mánuði, og annan hvorn fimmtudag í Hinsegin hittinga í Hafnarfirði.
Kópavogsbær leggur áherslu á lýðheilsu í sveitarfélaginu. Um er að ræða fjórar stefnuáherslur: umhverfi, geðrækt, næringu og hreyfingu ásamt forvörnum og heilsueflingu. Gert er ráð fyrir lýðheilsumati í 





