Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. janúar 2021 var 38.329 íbúar.
1. Væg agaviðbrögð og brottvikning úr kennslustundum það sem eftir lifir dags eða úr
einstökum kennslustundum telst ekki stjórnvaldsaðgerð og virkjar ekki stjórnsýslulög.
Sjá 14. gr., 1. málsgr.
2. Brottvikning um stundarsakir og ótímabundið eru stjórnvaldsaðgerðir samkvæmt
14. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsin í grunnskólum. ( sjá
einnig úrskurð menntamálaráðuneytisins frá 16. 06. 1997 og álit umboðsmanns
alþingis í máli nr. 761/1993). Ef grípa þarf til brottvikningar um stundarsakir og
ótímabundið, þarf framkvæmdin að vera með eftirfarandi hætti:
a. Skrifleg tilkynning til foreldra og nemanda um að brottvikning í fleiri en einn
skóladag komi til greina Hámark ein kennsluvika. Foreldrar eiga rétt á að kynna
sér gögn sem liggja til grundvallar þeirri ákvörðun og koma á framfæri skriflegum
athugasemdum og andmælum (andmælaréttur).
b. Brottvikning ákveðin þrátt fyrir andmæli: Skrifleg tilkynning um brottvikningu til
foreldra/forráðamanna og skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólastjóri hefur eina
kennsluviku til að vinna að lausn málsins.
c. Ef fyrirsjáanlegt er að skólastjóra takist ekki að leysa málið á einni kennsluviku,
vísar hann því formlega til skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólanefnd/ beitir sér
fyrir lausn málsins í samráði við sérfræðiþjónustu.
d. Ef nemanda hefur verið vikið ótímabundið úr skóla ber skólanefnd ábyrgð á því
að nemanda sé tryggð skólavist, eigi síðar en innan þriggja vikna.
Ofangreint verkferli er leiðbeinandi fyrir skólastjórnendur við grunnskóla Kópavogs. Í
hverju tilviki þarf að fara vandlega eftir grunnskólalögum, stjórnsýslulögum og
reglugerð um ábyrgð nemenda í grunnskólum
Grunnskóladeild Kópavogi, október 2011