26.11.2023 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi
Verið hjartanlega velkomin í Jólalundinn í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, spurningakeppni Hurðaskellis, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum og jólaföndri í dásamlegri náttúru.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að allir ættu að komast að, hitta ævintýraverur og jólasveina. Ratleikur og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó.
Barnakórar syngja:13:05 við inngang13:20 við kaffihúsið13:35 við leiktækin14:05 við inngang14:20 við kaffihúsið14:35 við leiktækin
Jólaball Rófu13:10 - 13:40 - 14:10 - 14:35
Spurningarkeppni Hurðaskells13:15 - 13:45 - 14:15 - 14:45
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskyldauvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.
29.11.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
29.11.2023 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur heimsækir bókmenntaklúbbinn Hananú og segir frá nýrri bók sinni Land næturinnar.
Land næturinnar er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum var sleppt í bókinni Undir yggdrasil.
Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
29.11.2023 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.
Guðrún Eva Mínervudóttir kemur í heimsókn þegar aðventan tekur að nálgast og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Leslyndi haustið 2023 á Bókasafni KópavogsMiðvikudag, 20. september klukkan 12:15Pétur Gunnarsson, rithöfundurMiðvikudag, 11. október, klukkan 12:15Þórarinn Eldjárn, rithöfundurMiðvikudag, 8. nóvember, klukkan 12:15Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og þýðandiMiðvikudag, 29. nóvember, klukkan 12:15Guðrún Eva Mínervudóttur, rithöfundur
Fyrsta bók Guðrúnar Evu, Sóley sólufegri, kom út í mjög takmörkuðu upplagi árið 1998 en sama ár gaf Bjartur út eftir hana smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og vakti það mikla athygli. Síðan hafa fleiri skáldsögur bæst í hópinn, auk ljóðabókar og heimspekilegra smásagna fyrir börn sem Námsgagnastofnun gaf út. Guðrún Eva hefur einnig þýtt verk eftir erlenda höfunda.
Guðrún Eva hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún hefur einnig verið tilnefnd fyrir skáldsögurnar Fyrirlestur um hamingjuna árið 2000, Skaparann (2008) og Skegg Raspútíns 2016. Sagan af sjóreknu píanóunum var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2002 og Guðrún Eva hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy. Fyrir Ástin Texas hlaut Guðrún Eva Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, árið 2019.
29.11.2023 kl. - Salurinn
Jónas Sig, Ragga Gísla, Hildur Vala, Jón Ólafs og Ingibjörg Turchi
Í fyrra kom þessi frábæri hópur tónlistarfólks saman og flutti uppáhalds jólalögin fyrir tónleikagesti.
Þau koma úr ýmsum áttum og prógrammið er því æði fjölbreytt og jafnvel ófyrirsjáanlegt!
Upplifðu næs jólastund með frábæru tónlistarfólki við bestu aðstæður. Jól & næs!
30.11.2023 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Sigrún Þorsteinsdóttir, barnasálfræðingur og doktor í heilsueflingu, betur þekkt sem Café Sigrún, fjallar um matvendni barna og hagnýt ráð í tengslum við matvendni.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
30.11.2023 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð og stemning.
Á þessum tónleikum flytja þær Berglind Ragnarsdóttir og Vigdís Þóra Másdóttir nokkur uppáhalds djass- og dægurlög sem fléttast í kringum vetur og myrkur. Með þeim leikur Vignir Þór Stefánsson á píanó
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.-------------------Berglind Ragnarsdóttir hóf ung klassískt píanónám í Suzukiskólanum og hélt svo áfram í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hún lauk 6. stigi.
Hún hefur verið virkur þátttakandi í kórastarfi bæði á Íslandi og í Svíþjóð þar sem hún stundaði meistaranám í nýsköpunarverkfræði í Gautaborg. Auk þess hefur hún stýrt barnakór, stundað klassískt söngnám í bæði Tónlistarskólanum í Reykjavík og Söngskólanum í Reykjavík og sótt námskeið í Complete Vocal Technique, lagasmíðum og viðburðahaldi hjá Söngsteypunni. Undanfarin ár hefur Berglind einbeitt sér að lagasmíðum og er byrjuð að gefa út efni undir eigin nafni. Haustið 2020 hóf hún rytmískt söngnám við Tónlistarskóla FÍH og mun ljúka framhaldsprófi í vetur.-----------------------Vigdís Þóra er söngkona og lagahöfundur. Hún spilaði á þverflautu sem barn en hóf svo klassískt söngnám við Söngskóla Reykjavíkur og síðar Söngskóla Sigurðar Demetz. Eftir að hafa klárað 6. stig sagði hún skilið við sönginn og hóf nám við Háskóla Íslands í mannfræði og listfræði.
Söngurinn togaði þó áfram og haustið 2020 hóf hún nám í rytmískum djasssöng við Tónlistarskóla FíH þar sem hún fann djúpstæða tengingu við djass, blús og sálartónlist ásamt því að fara að semja sjálf sína eigin tónlist. Hún bætti einnig við sig mastersnámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands með áherslu á tónlistarkennslu þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2023.
Vigdís Þóra starfar í dag sem tónmenntakennari og tónlistarkona. Hún hefur verið meðlimur Hamrahlíðarkórsins frá 2011 og tekið þátt í fjölda verkefna með kórnum hérlendis og erlendis, meðal annars með Björk í Cornucopiu tónleikaröðinni í New York og í Evrópu. Hún hefur reglulega komið fram á tónleikum bæði innan og utan veggja FíH og stefnir á framhaldspróf í rytmískum söng vorið 2024. Enn fremur stefnir Vigdís Þóra á útgáfu á sinni eigin tónlist ásamt því að koma sér á framfæri sem bæði söngkona og lagahöfundur.
30.11.2023 kl. 12:15 - Kópavogur Public Library
Noon concerts with graduate students from the singing department of the FÍH Conservatory of Music, the last Thursday of every month. A medley of songs, both known and unknown.
The duration of the concert is appr. 30 minutes and all are welcome.
Entrance is free of charge.
30.11.2023 kl. 18:00 - Gerðarsafn
SKÚLPTÚR OG SMÖRRE er hugguleg kvöldstund í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem við vinnum að gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Listasmiðjan er skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í heim skúlptúrsins.
Innifalið í kvöldstundinni er aðgangur að sýningum safnsins ásamt léttum veitingum frá Króníkunni, smurbrauð og vínglas/óáfengur drykkur.
Fyrsta smiðjan verður leidd af myndlistarmanninum Erni Alexander Ámundasyni þar sem verður unnið að gerð gifs skúlptúra.
Bókun og frekari upplýsingar á netfanginu gerdarsafn@kopavogur.is eða í 4417601 á opnunartíma safnsins
30.11.2023 kl. 17:00 - Gerðarsafn
Aðalheiður Lilja verður með leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr og deilir með gestum vangaveltum sínum um skúlptúrinn.
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða.
Árið 2023 gegnir Aðalheiður rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu og er það rannsókn hennar á list Borghildar Óskarsdóttur sem þar liggur til grundvallar.
01.12.2023 kl. 20:00 - Salurinn
Nú stendur mikið til!
Þann 1. og 2. desember ætla fimm af fremstu djasssöngkonum landsins að blása til jólatónleika í anda Ellu Fitzgerald í Salnum Kópavogi, ásamt kvartett Karls Olgeirssonar og blásarasveit Brett Smith. Ekki missa af þessu!Söngkonur:Rebekka BlöndalKristjana StefánsRagga GröndalGuðlaug Dröfn ÓlafsdóttirSigrún Erla Grétarsdóttir
Jazzkvartett Karls Olgeirssonar :Karl Olgeirsson, PíanóÁsgeir Ásgeirsson, GítarÞorgrímur Jónsson, KontrabassiMagnús Trygvason Eliassen, Trommur
Blásarasveit Brett Smith:Brett Smith, Alto saxófónnRósa Guðrún Sveinsdóttir, Baritón saxófónn og flautaEiríkur Orri Ólafsson, Trompet og flugelhornIngibjörg Azima Guðlaugsdóttir, Básúna
02.12.2023 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur.
Skráning fer fram á bokasafn@kopavogur.is
Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.