Ásdísar Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Soroptimistar í Kópavogi.
Soroptimistar komu færandi hendi til Kópavogsbæjar og afhentu bekk sem hefur verið komið fyrir á túninu við menningarhúsin. Bekkurinn er gefinn í tilefni 50 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Kópavogs sem var 4.júní síðastliðinn. Klúbburinn er þannig 20 árum yngri en Kópavogsbær sem fagnar 70 ára afmæli í ár.
Bekkurinn er gefinn í minningu stofnfélaga og eru nöfn þeirra greypta í skjöld sem finna má á bekknum. Anna Hugrún Jónasdóttir formaður afhenti bekkinn ásamt félögum úr klúbbnum sem fjölmenntu á afhendinguna en það var Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sem tók við bekknum fyrir hönd bæjarins.
Í klúbbnum eru enn þrír stofnfélagar þær Jóhanna Norðfjörð leikkona og María Einarsdóttir verslunarkona og Þorbjörg Kristinsdótir latínukennari. Jóhanna og María mættu á afhendinguna og sitja á bekknum ásamt Ásdísi.
Starfsemi Soroptimista er samþætt sögu Kópavogs. Klúbburinn var meðal þeirra félagasamtaka sem stóðu að stofnun Sunnuhlíðar og er enn að vina að málefnum sem mörg tengjast Kópavogi, meðal annars eru systur sem aðstoða bókasafnið með mánaðarlega útkeyrslu bók til lánþega sem ekki eiga heimangengt.