Fræðsluganga í tilefni afmælis

Friðrik Baldursson, Ásdís Kristjánsdóttir og Sigurður Skúlason við gróðursetningu.
Friðrik Baldursson, Ásdís Kristjánsdóttir og Sigurður Skúlason við gróðursetningu.

Efnt var til fræðslugöngu um Trjásafnið í Kópavogi 15.september síðastliðinn í tilefni 70 ára afmælis bæjarins og var gangan samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri leiddi gönguna en naut stuðnings félaga úr Sögufélaginu við sögulegan fróðleik um byggð í grennd við Trjásafnið sem er austast í Fossvogsdal.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri var með í för og við lok göngunnar gróðursetti hún tré, með hjálp Friðriks og Sigurðar Skúlasonar, í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogsbæjar.

Trjásafnið skiptist í nokkra hluta og leiddi Friðrik gesti um garðinn en saga hans nær aftur til ársins 1995. Í garðinum er að finna um 1.200 tegundir trjáa og runna sem flest eru merkt þannig að gestir og gangandi geta glöggvað sig á tegundum.

Meðal garða í Trjásafninu eru Rósagarðurinn, Sígræni garðurinn, Yndisgarðurinn og Aldingarðurinn, en í honum eru ýmis ávaxtatré og berjarunnar. Friðrik sagði gestum frá þessum ólíku görðum.

Sigurður Skúlason var alinn er upp á nýbýlinu Snælandi vestar í Fossvogsdal og rifjaði upp hvernig var umhorfs áður fyrr á þessum slóðum þegar þar var stundaður búskapur.