Skipulags- og umhverfisráð

10. fundur 16. júní 2025 kl. 15:30 - 17:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2505026F - Bæjarstjórn - 1322. fundur frá 10.06.2025

2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2505021F - Bæjarráð - 3217. fundur frá 05.06.2025

2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2504777 - Þjónustumiðstöð og hesthúsasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi Kjóavalla. Upphaf skipulagsvinnu.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og áhættu og fjárstýringarstjóra.



2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að verklagi fyrir íbúðasamráð í skipulagsmálum, dags. 3. júní 2025.

Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla gerði grein fyrir verkefninu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.25022517 - Umhverfisviðurkenningar: Gata ársins 2025

Lagðar fram tilnefningar til götu ársins í Kópavogi árið 2025.

Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir erindinu.
Tillaga að götu ársins í Kópavogi 2025 samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Karen Jónasdóttir - mæting: 16:10

Almenn erindi

5.25061031 - Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir. Skipulagslýsing.

Lögð fram skipulagslýsing dags. 13. júní 2025, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., fyrir nýtt deiliskipulag Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsing er unnin af Kópavogsbæ. Skipulagslýsing fjallar um áform um að breyta skipulagi til að skipuleggja samfellda og vistvæna íbúðabyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, í góðum tengslum við núverandi byggð og innviði. Einnig er fjallað um áform um að lagt verði mát á þörf og fyrirkomulag uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og hún eftir atvikum skipulögð við Kjóavelli. Einnig lögð fram samráðsáæltun sem er viðauki skipulagslýsingar dags. 10. júní 2025.

Samþykkt með vísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing dags. 13. júní 2025 verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.25061207 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.

Lagt fram erindi Landssamtaka hjólreiðamanna dags. 22. apríl 2025 sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá bæjarráði. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfissviðs til bæjarráðs um uppfærslu hjólreiðaáætlunar, dags. 2. júní 2025.
Lagt fram. Umræður. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um nýja hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 17:04.