Lögð fram skipulagslýsing dags. 13. júní 2025, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., fyrir nýtt deiliskipulag Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsing er unnin af Kópavogsbæ. Skipulagslýsing fjallar um áform um að breyta skipulagi til að skipuleggja samfellda og vistvæna íbúðabyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, í góðum tengslum við núverandi byggð og innviði. Einnig er fjallað um áform um að lagt verði mát á þörf og fyrirkomulag uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og hún eftir atvikum skipulögð við Kjóavelli. Einnig lögð fram samráðsáæltun sem er viðauki skipulagslýsingar dags. 10. júní 2025.