Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

23.02.2024 kl. 20:30 - Salurinn

Ást fyrir tvo

Útgáfutónleikar Katrínar Halldóru Söng- og leikkonuna Katrínu Halldóru þarf vart að kynna, hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar þegar hún lék Elly í Borgarleikhúsinu í samnefndri sýningu. Katrín hefur komið víða við á sviði tónlistar síðustu ár og nýverið gaf hún út plötuna Ást fyrir tvo sem ber nafn titillagsins. Nú er komið að útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem Katrín kemur fram ásamt tríóinu sem spilar á plötunni, þeim Ásgeiri, Birgi Steini og Hirti Ingva. Þau munu flytja samansafn af ábreiðulögum af plötunni ásamt einu nýju lagi eftir Braga Valdimar. Tónleikarnir boða einstaklega ljúft, einlægt og hlýlegt kvöld þar sem rómantíkin mun svífa yfir vötnunum og áheyrendur fá að njóta ómþýðrar raddar Katrínu Halldóru.
24.02.2024 kl. 13:00 - Gerðarsafn

Felufélagar með ÞYKJÓ

Í skuggaleikhússmiðjunni Felufélagar skapa fjölskyldur skuggabrúður innblásnar af dýrum sem fela sig í sjó og á landi. Fjölskyldur kynnast töfrum skuggaleikhúss og prófa að láta verur sínar ferðast um ólík vistkerfi í lok smiðjunnar. Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis. ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar.  Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.  Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
24.02.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er styrkt af jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
25.02.2024 kl. 13:30 - Salurinn

Sigling (& Stormur)

Ljóðræna, andhverfa, speglun Dúplum dúó, skipað Björk Níelsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, hefur komið fram víða á undanförnum árum við frábærar undirtektir en dúóið var stofnað árið 2017. Á þessum tónleikum býður dúettinn upp á glænýja tónlist úr ólíkum áttum,en öll eru verkin samin fyrir hljóðheim Dúplum Dúó, rödd og víólu. Hér heyrum við hinn undursamlega ljóðaflokk Schumann og Heine, Dichterliebe en í útfærslu og meðhöndlun Hauks Þórs Harðarsonar. Eftir Elínu Gunnlaugsdóttur hljómar ný tónlist við Valsa úr síðustu siglingu, ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur. Nýtt tónverk Kolbeins Bjarnasonar er innblásið af ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli og bandarískum hermönnum og Morris Kliphuis semur við ljóð hinnar frönsku Sara Turquety. Dúplum dúó var stofnað árið 2017 og leggur áherslur á nútímaljóðlist og nútímaflutning á ljóðasöng þar sem leitast er við að draga fram það hráa og viðkvæma í tónlistinni með túlkun sinni og hljóðfæraskipan. Áskriftakort TÍBRÁ 2023-24 Efnisskrá Robert Schumann & Heinrich HeineDichterliebe í útsetningu Hauks Þórs HarðarsonarElín Gunnlaugsdóttir / Linda VilhjálmsdóttirValsar úr síðustu siglinguKolbeinn BjarnasonNýtt verk, innblásið af ratsjárstöðinni á StraumnesfjalliMorris Kliphuis / Sara TurquetyVerk fyrir víólu og söngrödd
27.02.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
28.02.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
28.02.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
28.02.2024 kl. 12:15 - Gerðarsafn

Leiðsögn sýningarstjóra | Hallgerður Hallgrímsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn Hallgerðar Hallgrímsdóttur sýningarstjóra um sýninguna Venjulegir staði/Venjulegar myndir miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis. Sýningin birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek. Listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að veita ákveðnum hlutum ítrustu athygli, brengla hversdaginn með því að fletja hann út eða umbreyta með öðrum hætti. Á sýningunni myndast samtal á milli myndaraða Ívars frá árunum 1991-2023 við skúlptúra, vídeóverk, ljósmyndaverk og innsetningar sem einnig spretta úr skynjun mannverunnar á umhverfi sínu. Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) er myndlistarkona og býr og starfar í Reykjavík. Hún er með MA frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi 2019. Áður nam hún við myndlist með áherslu á ljósmyndun við Glasgow School of Art. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Fotografisk Center í Kaupmannahöfn. Hallgerður hefur starfað hjá Gerðarsafni við verkefnastjórn og sýningastjórn síðan 2020.
29.02.2024 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs

Wieczór z książką Artysty Miasta

Wprowadzenie do islandzkiego kryminału i książek dostępnych po polsku. Spotkanie odbędzie się w języku polskim. Wszyscy mile widziani! Biblioteka Miejska w Kópavogur w dniu 23 -go stycznia 2024 r. o godz. 20.00Lilja Sigurðardóttir er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 2023 – 2024 og mun af því tilefni bjóða upp á stórskemmtilega viðburðadagskrá sem hverfist um glæpasöguna í öllum sínum litbrigðum. Hér verður fjallað um íslenskar glæpasögur á pólsku. Viðburðurinn er í samstarfi við Polishbooks, pólsku bókabúðina í Kópavogi. Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Bókaklúbbur bæjarlistamannsins 2023 – 2024 9. ágúst kl. 18Hinsegin glæpalýðurÍslenskar og erlendar glæpasögur í hinsegin ljósiLesarar með Lilju eru Íris Tanja Flygenring og Sigursteinn MássonÍ samstarfi við Hinsegin dagaBókasafn Kópavogs18. október kl. 20Glæpsamlega gott jólabókaflóðSplunkunýjar glæpasögur í brennidepliBókasafn Kópavogs 6. desember kl. 20KrimmaKviss í KópavogiJólastemning og dularfull spurningakeppni27 mathús og bar. Víkurhvarfi 129. luty kl. 20Wieczór z książką Artysty Miasta KópavogurWprowadzenie do islandzkiego kryminału i książek dostępnych po polsku. Spotkanie odbędzie się w języku polskim. Wszyscy mile widziani! We współpracy z Polishbooks, polską księgarnią w KópavogurBiblioteka Miejska w Kópavogur 9. mars kl. 11 – 15Hvernig á að skrifa glæpasögu?Innsýn veitt í skapandi ferliSkráning auglýst síðarBókasafn Kópavogs23. apríl kl. 18. Dagur bókarinnarKanóna íslenskra glæpasagnaHverjar eru uppáhalds glæpasögur Kópavogsbúa?Bókasafn Kópavogs
29.02.2024 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs

Hádegisdjass með Tónlistarskóla FÍH

Ljúfir hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli, sveifla og sving, stuð og stemning. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
29.02.2024 kl. 17:00 - Salurinn

Síðdegisjazz með Olli Soikkeli og Birgi Steini

Finnski jazzgítarleikarinn Olli Soikkeli kemur fram á hressandi síðdegistónleikum í Salnum á hlaupársdegi, fimmtudaginn 29. febrúar kl 17. Með honum leikur Birgir Steinn Theodorsson á bassa. Olli Soikkeli hefur vakið mikla og verðskuldaða eftirtekt fyrir einstaka færni sína á gítar en honum er gjarnan líkt við belgíska gítarundrið Django Reinhardt sem Olli heillaðist ungur af. Hann er fæddur árið 1991 í Finnlandi en hefur verið búsettur í New York í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. Soikkeli hefur sent frá sér fjölmargar plötur og komið fram í tónleikahúsum svo sem Town Hall, Herbst Theatre, Birdland Jazz Club, Blue Note, Iridium og Lincoln Center.Hann hefur hlotið góða dóma í blöðum svo sem The New Yorker, The Wall Street Journal og Vanity Fair og leikið með tónlistarfólki á borð við Bucky Pizzarelli, Stochelo Rosenberg, Tommy Emmanuel, Andreas Öberg, Cyrille Aimee, Antti Sarpila og Marian Petrescu. Kontrabassaleikarinn Birgir Steinn Theodorsson hefur verið í framvarðasveit íslensku jazzsenunnar um árabil. Hann útskrifaðist frá FÍH 2015 og hélt þá til Berlínar í framhaldsnám þar sem hann naut handleiðslu Greg Cohen, Marc Muellbauer og Douglas Weiss. Á meðal tónlistarfólks sem hann hefur starfað með má nefna Önnu Grétu Sigurðardóttur, Daníel Helgason, Hauk Gröndal, Magnús Trygvason Eliassen, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. https://www.youtube.com/watch?v=-bqYbcU1010
29.02.2024 kl. 17:30 - Bókasafn Kópavogs

Leyndardómar tarotspilanna

Íris Ann hefur notað tarotspil frá unga aldri og haldið fjölda námskeiða um hvernig nota megi spilin í daglegu lífi. Hér mun hún segja frá því hvernig hún notar spilin, hver saga þeirra er og hvað þau tákna fyrir henni. Að því loknu gefst tími til spurninga og spjalls.  Íris Ann er ljósmyndari, listamaður, fyrrum eigandi Coocoo‘s Nest og kaffihússins Lólu Florens. Hún er lærð í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð sem í stuttu máli er eins konar heilun og jafnframt er hún lærð í Kundalini Activation sem er orkuvinna. Viðburðurinn verður í ljóðahorni á 2. hæð aðalsafns.Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet