Verkfalli frestað

Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst frá 25. mars.
Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst frá 25. mars.

Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 25. mars 2020.

Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus.

Miðvikudagurinn 25.mars verður nýttur til þrifa en að honum liðnum opna þeir leik- og grunnskólar sem hafa verið lokaðir vegna verkfalls Eflingar, þó með þeim takmörkum sem samkomubann sem settur hefur verið á í ljósi Covid-19 setur skólahaldi.

Í Kópavogi eru þetta eftirfarandi grunnskólar: Salaskóli, Kópavogsskóli, Kársnesskóli og Álfhólsskóli. Þessir leikskólar hafa verið lokaðir: Furugrund, Fífusalir og Rjúpnahæð. Þá hefur hluta leikskólans Kópasteins verið lokað.

Skólahald hefst í þessum skólum, með takmörkunum, 26. mars. Foreldrar fá upplýsingar frá skólastofnunum um fyrirkomulag.

Menningarhúsin í Kópavogi hafa verið lokuð vegna verkfalls frá 11.mars. Þau verða áfram lokuð vegna samkomubanns. 

Frá og með 25. mars verður félagsleg heimaþjónusta veitt samkvæmt áætlun.

Dagdeild Roðasala verður áfram lokuð vegna Covid-19 en notendur hennar munu fá þjónustu heim til sín.