Íbúar í Kópavogi eru beðnir um að virða tilmæli um frágang á sorpi.
Íslenska gámafélagið sem sér um hirða sorp frá heimilum í Kópavogi vill koma fram eftirfarandi tilmælum á framfæri vegna Covid-19 faraldursins.
- Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
- Frá heimilum þar sem smitaður einstaklingur dvelur þarf sérstaklega að gæta þess að allt sorp sé í vel lokuðu pokum. Hááhættu sorp svo sem snýtibréf skulu vera í vel lokuðum, órifnum og þéttum pokum og fara í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp
- Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar
- Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt enn sem komið er.
Íbúar í Kópavogi eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að koma í veg fyrir að sorphirðustarfsfólk smitist síður og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.