Þjónustugjöld leiðrétt

Þjónustugjöld í Kópavogi verða leiðrétt.
Þjónustugjöld í Kópavogi verða leiðrétt.

Gjöld vegna leik- og grunnskóla og frístundaheimila í Kópavogi verða leiðrétt þar sem þjónusta  hefur fallið niður eða verið skert undanfarið. Bæjarráð samþykkti tillögu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH um leiðréttingu fimmtudaginn 26. mars.

Nánar:

Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda  verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, til að mynda með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. 
Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí næstkomandi.