Skipulags- og umhverfisráð

13. fundur 01. september 2025 kl. 15:30 - 17:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2506027F - Bæjarstjórn - 1324. fundur frá 26.08.2025

2506020F - Skipulags- og umhverfisráð - 12. fundur frá 18.08.2025



2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.



2506982 - Ný lóð milli Vatnsendabletta 509 og 510. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2508004F - Bæjarráð - 3223. fundur frá 21.08.2025

2506020F - Skipulags- og umhverfisráð - 12. fundur frá 18.08.2025



2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2506982 - Ný lóð milli Vatnsendabletta 509 og 510. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25022517 - Umhverfisviðurkenningar 2025

Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenninga í Kópavogi árið 2025.

Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir erindinu.
Samþykkt að veita tilnefningum 1, 2 og 3 viðurkenningu í flokknum endurgerð húsnæðis og að veita tilnefningum 4, 7 og 9 viðurkenningu í flokknum umhirða húss og lóðar.

Gestir

  • Karen Jónasdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Lögð fram uppfærð tillaga umhverfissviðs að verklagi fyrir íbúasamráð í skipulagsmálum dags. 28. júlí 2025.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri og Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla gerðu grein fyrir erindinu .
Lagt fram og kynnt. Umræður og ábendingar.

Gestir

  • Kristjana H. Kristjánsdóttir - mæting: 16:15
  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 16:15

Almenn erindi

5.25043140 - Digranesvegur 8, 10 og 12. Ósk um að hefja deiliskipulagsvinnu.

Lagt fram erindi Skala arkitekta f.h. lóðarhafa Digranesvegar 8, 10 og 12 dags. 28. apríl 2025 þar sem óskað er eftir samvinnu við skipulagsyfirvöld um gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 8, 10, 12, við Digranesveg í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir umrætt svæði og afmarki mörk svæðisins.
Bókun:
„Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði svokallaða „forsendugreiningu“ fyrir skipulag í miðbæ Kópavogs í október 2022. Þar er leitast við að draga upp heildarmynd af helstu forsendum sem mikilvægt er að horfa til við skipulag og hönnun svæða og reita í miðbæ Kópavogs og álykta um heildarsamhengi og samverkan þeirra. Þar er lögð áhersla á móta þyrfti sérstaka miðbæjaráætlun á pólitískum vettvangi sem hægt er að skipuleggja út frá. Þessi vinna hefur því miður ekki farið fram og hér er kallað eftir henni. Deiliskipulag á Digranesvegi 8-16a er gríðarlega mikilvæg í þróun miðbæjar Kópavogs. Í skýrslu ALTA segir: „Þessi sólríka hlið miðbæjarins hefur ekki fengið athygli í samræmi við tækifærin sem hún býður“.“
Hákon Gunnarsson

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

6.25071263 - Dimmuhvarf 10. Fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn Bjarna Óskars Þorsteinssonar arkitekts dags. 23. júlí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Spurst er fyrir um hvort heimilað væri að breyta landnotkun lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Í kjölfarið yrði deiliskipulagi lóðarinnar breytt, lóðin yrði minnkuð til að koma fyrir stígum og henni skipt upp í tvær minni lóðir með einu íbúðarhúsi á hvorri lóð. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 18. ágúst 2025 og var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa, nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2025.

Freyr Snorrason verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2025.

Gestir

  • Freyr Snorrason - mæting: 16:55

Almenn erindi

7.25032174 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhvefissviðs að deiliskipulagslýsingu dags. 29. ágúst 2025, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag Kópavogsskóla að Digranesvegi 15. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallartraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðarreitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 til suðurs.

Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Elín Mjöll Lárusdóttir - mæting: 17:02

Almenn erindi

8.2507150 - Bæjarlind 8-10. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Jóhönnu Helgadóttur arkitekts dags. 28. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8-10 við Bæjarlind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis verði heimilað að byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2025.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 17:36.