Lögð fram tillaga umhvefissviðs að deiliskipulagslýsingu dags. 29. ágúst 2025, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag Kópavogsskóla að Digranesvegi 15. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallartraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðarreitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 til suðurs.
Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Gestir
- Elín Mjöll Lárusdóttir - mæting: 17:02