Árshlutareikningur Kópavogsbæjar

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar hefur verið lagður fram til samþykktar í bæjarráði Kópavogs.
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar hefur verið lagður fram til samþykktar í bæjarráði Kópavogs.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2021 var 366 milljónum króna betri en áætlað var, eða um 595 milljóna króna rekstrarhalli í stað áætlaðs 961 milljóna króna rekstrarhalla.

Megin skýringin á betri afkomu er að heildar tekjur voru 797 milljónir króna umfram áætlun, en almenn rekstrargjöld eru nánast á áætlun. Á móti kemur að fjármagnskostnaður á fyrri helmingi ársins er um 190 milljónum króna hærri en áætlun enda verðbólga á því tímabili hærri en gert var ráð fyrir eða um 2,5% í stað 1,3%.

Skuldir lækka um 1,5 milljarð frá áramótum og voru um 46 milljarðar þann 30. júní. Bókfært virði eigin fjár 30,5 milljarðar króna sem gerir 39,7% eiginfjárhlutfall.

Þetta kemur fram í óendurskoðuðum árshlutareikningi Kópavogsbæjar fyrir 1.janúar til 30.júní 2021 sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs, 26. ágúst síðastliðinn.

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar