Fréttir & tilkynningar

Frá afhendingu grænfánans í Álfaheiði.

Grænfáni í Álfaheiði

Leikskólinn Álfaheiði tók á móti áttunda grænfánanum á Degi umhverfisins, 25. apríl.
Plokkdagurinn 2023 er sunnudaginn 30.apríl.

Stóri plokkdagurinn

Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 30.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, á föstudeginum 28. apríl og laugardaginn 29. apríl.
Salurinn er eitt af menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Breytingar á starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar

Tillögur bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 25. apríl.
Þátttakendur í Velkomin hress í bragði.

Velkomin í Kópavog

Nemendum í Kópavogi sem hafa annað móðurmál en íslensku er boðið að taka þátt í sumarverkefninu Velkomin. Velkomin snýst um að auðvelda börnum og unglingum að taka þátt í samfélaginu og er markmið verkefnisins að börnum og unglingum finnist þau vera velkomin.
Fjórflokkarinn.

Tunnuskipti við heimili hefjast 22.maí

Tunnuskipti við heimili vegna nýs flokkunarkerfis á sorpi hefjast 22.maí. Í Kópavogi verður byrjað í Digranesi, sunnan Álfhólsvegar.
Frá upphafi Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.

Hátíðardagskrá Barnamenningarhátíðar

Laugardaginn 22. apríl verður boðið upp veigamikla hátíðardagskrá í menningarhúsunum og Smáralind í tilefni Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.
Vorhreinsun í Kópavogi stendur yfir 28.apríl til 20.maí.

Vorhreinsun - garðaúrgangur

Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 28.apríl til 20. maí.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í upphafi fundar…

Ræddu sjálfbærni í Salnum

Samráðsfundur um sjálfbærni var haldinn í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 18.apríl. Fundurinn er hluti af fundaröð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem sjálfbær þróun á Íslandi er til umfjöllunar.
Kópavogur.

Traustur rekstur í erfiðu efnahagsumhverfi

Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2022 endurspeglar traustan rekstur þrátt fyrir erfið skilyrði í efnahagsumhverfinu. Þá lækkar skuldaviðmið sveitarfélagsins í 95% og er langt undir lögbundnu lágmarki sem er 150% samkvæmt sveitastjórnarlögum.
Fundaröð forsætisráðherra um sjálfbærni.

Samtal um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Meðal fundarstaða er Salurinn í Kópavogi og verður Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri fundarstjóri á þeim fundi.