Fréttir & tilkynningar

Austurkór 3 í Kópavogi.

Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi

Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Þá hefur verið lokið þeim tíu íbúðum sem samþykkt var að reisa árið 2012 en framkvæmdir eru hafnar við fjórar nýjar þjónustuíbúðir sem afhentar verða um mitt næsta ár.
Leiðsögn um sýninguna Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni.

Yfir sex hundruð nemendur í Gerðarsafn

Alls 625 nemendur, aðallega úr leik- og grunnskólum Kópavogs, tóku þátt í nýrri fræðslu- og upplifunarsýningu í Gerðarsafni í byrjun árs, Stúdíó Gerðar. Tilgangur sýningarinnar er að efla safnafræðslu í Kópavogi með áherslu á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir var hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við listrænan stjórnanda Gerðarsafns, Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur.
Frá afhendingu Orðsporsins 2015, frá vinstri Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, S…

Kópavogsbær fær Orðsporið

Kópavogsbær fékk Orðsporið 2015 fyrir aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt eru þeim sem þykir hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna. Auk Kópavogs fékk sveitarfélagið Ölfuss viðurkenningu.
Leiðsögn um sýninguna Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni.

Safna- og sundlauganótt í Kópavogi

Safnanótt í Kópavogi hefur aldrei verið eins fjölbreytt og áhugaverð og í ár. Dagskráin fer fram í menningarhúsum bæjarins föstudaginn 6. febrúar á menningarholtinu, þar sem eru meðal annars Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Dagskráin í húsunum hefst kl. 19:00 og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis. Daginn eftir verður sundlaugarnótt haldin í fyrsta sinn í Kópavogi en þá verður Sundlaug Kópavogs opin til miðnættis.