Fréttir & tilkynningar

Salóme Hallfreðsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Hjördís Ýr Johnson við afhendingu Bláfánans í Ýmishö…

Kópavogsbær fékk Bláfánann

Kópavogsbær fékk í dag afhentan Bláfánann fyrir Ýmishöfn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti viðurkenninguna en Landvernd afhendir Kópavogsbæ Bláfánann fyrir hönd The Foundation for Environmental Education (FEE) . Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu forvarnarstyrkja 2015.

Úthlutun styrkja úr forvarnarsjóði

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag. Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta, Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu,. Loks hlaut SAMAN hópurin 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.
Að lokinni undirritun viljayfirlýsingar Kópavogsbæjar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðin…

Uppbyggingarhraði ljósleiðara aukinn

Kópavogsbær og Gagnaveita Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um aukinn uppbyggingarhraða Ljósleiðarans í bæjarfélaginu. Allir nýir viðskiptavinir Gagnaveitu Reykjavíkur í Kópavogi munu fá búnað sem ræður við 1 Gb/s gagnahraða. Með þessu er Gagnaveitan að koma Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga í fjarskiptum en 64% heimila í munu í lok árs hafa aðgengi að hraðasta Interneti á Íslandi. Ljósleiðaravæðingu bæjarins lýkur síðan fyrir lok ársins 2017 en þá munu öll heimili í bænum hafa aðgengi að Ljósleiðaranum.
Ormadagar hafa verið haldnir hátíðlegir í nokkur ár, hér er mynd frá árinu 2014.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast 26. maí og lýkur með glæsilegri uppskeruhátíð í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju helgina 30. og 31. maí. Þema hátíðarinnar er: Gamalt og nýtt og verður áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Allir eru velkomnir og ókeypis er inn á alla viðburði. Ormadagarnir hefjast með skipulögðum heimsóknum leik- og grunnskólabarna í öll menningarhús bæjarins fram eftir viku. Yfir 2.000 börn hafa boðað komu sína.
Ein myndanna sem verða til sýnis á myndasýningunni

Afmælismyndasýning Kópavogs

Myndasýning sem sett var upp fyrir afmælistónleika bæjarins í Kórnum er nú aðgengileg á vef bæjarins.
Frá undirritun samstarfssamnings um átak gegn heimilisofbeldi.

Sameiginlegt átak gegn heimilisofbeldi

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðarsvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.
Handhafar Kópsins, viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf 2015 í Kópavogi, ásamt skólanefnd…

Framúrskarandi skólastarf verðlaunað

Fimm verkefni hlutu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins. Forritunarvika í Hörðuvallaskóla, Útileikhús í Kópavogsskóla, Betri samskipti, betri líðan, betri árangur í Kársnesskóla, Frá haga til maga í Waldorfskólanum Lækjarbotnum og loks Snjallsímanotkun nemenda í dönskunámi í Kópavogsskóla.
Frá fjölmenningardegi í Smáraskóla 2014.

Fjölmenningardagur í Smáraskóla

Fjölmenningardagur verður haldinn í Smáraskóla 16. maí frá kl. 11 til 13 og eru allir hjartanlega velkomnir. Markmiðið er að stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Ný menningarstefna í Kópavogsbæ

Ný menningarstefna Kópavogsbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 12. maí. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár.
Saga Garðas og Kópavogskonur með uppistand í salnum

Saga Garðars og Konubörn á Kóp City Bitch

Steiney Skúladóttir heldur utan um skemmtidagskrá í forsal Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs, næstkomandi laugardag kl. 18:30 á Menningarhátíð í Kópavogi. Steiney hefur fengið til liðs við sig hóp hæfileikafólks en meðal þeirra sem koma fram verða Saga Garðars og Karólína Jóhannsdóttir sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna. Þá munu stelpurnar úr Konubörn stíga á stokk og flytja atriði. Kóp City Bitch er hluti af Menningarhátíð í Kópavogi en menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili Kópavogskirkju og gallerí listamanna víða um bæ munu iða af lífi og menningu laugardaginn 16. maí. Dagskrá verður í menningarhúsum bæjarins á milli kl. 11 og 20.