Fréttir & tilkynningar

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og A…

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og Arnar Björnsson frá Heimili og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi í Kópavogi föstudaginn 28. ágúst. Undirritunin fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddum skólastjórum, starfsfólki menntasviðs og bæjarfulltrúum.
Handhafar umhverfisviðurkenninga Kópavogsbæjar árið 2015.

Baugakór gata ársins í Kópavogi

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst. Kynnt var val á götu ársins, Baugakór, en auk þess voru veittar tólf viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi. Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.
Logo Kópavogs

Nemendur í 8. og 9. bekk fá spjaldtölvur

Nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur mánudaginn 7. september. Þá verða tæplega 900 tæki afhent en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum.
Hörðuvallaskóli

4.700 börn í skólum Kópavogs

4.700 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Kópavogs þegar skólar verða settir í bænum. Það er nær 200 börnum fleiri en voru í grunnskólum Kópavogs í fyrra. Um 540 börn hefja nám í fyrsta bekk sem er fjölmennasti árgangur grunnskóla bæjarins.
Kópavogsbær óskar eftir nöfnum á 16 götur í Smiðjuhverfi, kortið sýnir hvaða götur þetta eru.

Nafnasamkeppni um Smiðjuhverfi

Kópavogsbær óskar eftir tillögum að nýjum götunöfnum í Smiðjuhverfi en bærinn og Hagsmunasamtök fyrirtækja í Smiðjuhverfi hafa tekið höndum saman og efna nú til samkeppni um ný götunöfn í Smiðjuhverfi.
Sex ára börn í sumardvöl í Salaskóla.

Sumardvöl í skólum fyrir sex ára börn

Ríflega 400 börn í Kópavogi sem eru fædd árið 2009 og hefja skólagöngu í haust sækja nú dægradvöl í skólum sínum. Hugmyndin er að skapa samfellu milli skólastiga, börnin útskrifast úr leikskóla fyrir sumarfrí en fá tvær vikur í sumardvöl dægradvalar í skólunum sínum. Markmiðið Kópavogsbæjar með því að bjóða upp á þjónustuna er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun barnanna að umhverfi grunnskólanna áður en kennsla hefst. Meðal þess sem bryddað hefur verið upp á í vikunni er sameiginleg Heiðmerkurferð skólabarnanna.
Birgir Jakobsson landlæknir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fomaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson b…

Lýðheilsa og lífsgæði verði efld

Kópavogsbær varð í dag aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Birgir Jakobsson landlæknir rituðu undir samstarfssamning en verkefnið miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Kópavogsbæjar með markvissum hætti.
Cycle listahátiðin fer fram í Kópavogi 13. til 20. ágúst.

Alþjóðleg listahátíð í Kópavogi

Ný alþjóðleg listahátíð Cycle Music and Art Festival fer fram í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Um hundrað listamenn, innlendir sem erlendir, taka þátt eða eru með verk á hátíðinni sem sýnd verða víða um bæ.
Cycle listahátiðin fer fram í Kópavogi 13. til 20. ágúst.

Alþjóðleg listahátíð í Kópavogi

Ný alþjóðleg listahátíð Cycle Music and Art Festival fer fram í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Um hundrað listamenn, innlendir sem erlendir, taka þátt eða eru með verk á hátíðinni sem sýnd verða víða um bæ.