Fréttir & tilkynningar

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Færri þurftu fjárhagsaðstoð

Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2014 er komin út. Í henni eru teknar saman allar helstu upplýsingar um félagsþjónustu í Kópavogsbæ, umfang og áherslur. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að færri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda árið 2014 en 2013, eða 603 í stað 674. Meginskýring er batnandi atvinnuástand, en einnig breytt verklag við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð. Í Kópavogi hefur áhersla verið lögð á samspil endurhæfingaráætlana og ráðgjafar í Atvinnuveri fyrir þá sem eru vinnufærir. Það hefur skilað sér í afar góðum árangri fyrir notendur sem margir hverjir hafa orðið virkir þátttakendur í atvinnulífinu eða viðeigandi endurhæfingarúrræðum.
Hreyfivika

Hreyfivika UMFÍ í Kópavogi

Kópavogur tekur í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku UMFÍ í ár. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fer fram um alla Evrópu dagana 21. til 27. september.
Nemendur úr Kópavogi á kvikmyndanámskeiði í tengslum við RIFF 2015.

Fjölbreytt dagskrá RIFF í Kópavogi

40 ungmenni í 6. og 9. bekk úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni stuttmyndanámskeið í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, Reykjavík International Film Festival. Krakkarnir fá kennslu í ýmsum hliðum kvikmyndagerðar á námskeiði sem er undir stjórn Barkar Gunnarssonar leikstjóra og er haldið í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Krakkarnir vinna svo að eigin stuttmynd og verða myndirnar sýndar á RIFF. Hátíðin sjálf stendur yfir frá 24. september til 4. október.
Reiðhjólastígur við Ásbraut.

Evrópsk samgönguvika í Kópavogi

Bryddað er upp á fjölmörgum viðburðum í Kópavogi í evrópskri samgönguviku sem hefst miðvikudaginn 16. september og stendur til þriðjudagsins 22. september
Theodór Júlíusson heiðurslistamaður 2014, Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamaður 2015, Ragnar Th. S…

Heiðurs- og bæjarlistamaður Kópavogs útnefndir

Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Norðurheimskautsfari hefur verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Lista- og menningarráð tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í Gamla Kópavogsbænum í dag.
Börn við listsköpun í Gerðarsafni í Kópavogi.

Menningarfræðsla efld í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir nemendur bæjarins á öllum stigum grunnskóla í vetur. Þetta er umfangsmesta heimsóknarverkefni sem sett hefur verið saman í bænum og er samstarfsverkefni sex ólíkra stofnana, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa ýmislegt forvitnilegt og fræðandi fram að færa.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Kópavogur vill taka á móti flóttafólki

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 8. september að taka á móti flóttafólki og var bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarins á framfæri við Velferðarráðuneytið.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogs og Alexandra Björk Magnúsdóttir nemandi 9. bekk í Hörðuv…

Nemendur í Kópavogi fá spjaldtölvur

Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðuvallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölvunni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í morgun.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2015

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri hluta árs var í samræmi við fjárhagsáætlun. Að jafnaði kemur rekstur fyrri hluta árs verr út en á seinni hluti vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48-49% af skatttekjum ársins en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum.