Fréttir & tilkynningar

Skjaldarmerki Kópavogs

Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember. Í bókun bæjarstjórnar segir: “Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa.
Frá aðventuhátíð Kópavogs 2014

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28. og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu við menningarhúsin í Hamraborg í Kópavogi og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag.
Sigurvegarar Getkó 2015. Frá vinstri eru Bjartur Rúnarsson, Andri Már Tómasson og Gunnar Björn Gunn…

Fönix vann Getkó

Lið félagsmiðstöðvarinnar Fönix fór með sigur af hólmi í spurningakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi, Getkó.
Endurbætt Dimmuhvarf formlega tekið í notkun. Frá vinstri: Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velfer…

Endurbætt húsnæði fyrir fatlaða

Dimmuhvarf í Kópavogi, heimili fyrir sex fatlaða einstaklinga, var nýverið tekið í notkun á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur. Endurbætt húsnæði var vígt formlega í dag við hátíðlega viðhöfn. „Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með breytingar á húsnæðinu sem fellur nú betur að þörfum íbúa en áður.
Skólahljómsveit Kópavogs í Nótunni

Skólahljómsveit Kópavogs í maraþoni

Skólahljómsveit Kópavogs tekur þátt í maraþontónleikum í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 15. nóvember.
Sérútbúið hjól fyrir aldraða tekið í notkun í Sunnuhlíð í Kópavogi í nóvember 2015.

Hjúkrunarheimili fá hjól fyrir aldraða

Sérútbúið hjól sem verður nýtt til hjólaferða með aldraða var vígt í Kópavogi á mánudag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók á móti hjólinu ásamt Svanhildi Þengilsdóttur yfirmanni þjónustdeildar aldraðra.
Gengið gegn einelti í Kópavogi 2015

Góð þátttaka í eineltisgöngu

Nemendur leik- og grunnskóla í Kópavogi auk kennara og starfsfólks gengu gegn einelti í morgun. Alls tóku um átta þúsund þátt í göngu og dagskrá í skólahverfum bæjarins.
Gengið gegn einelti í Kópavogi 2014.

Gengið gegn einelti í Kópavogi

Nemendur leik- og grunnskóla í Kópavogi, kennarar og starfsfólk skólanna, taka þátt í göngu gegn einelti sem fer fram föstudaginn 6. nóvember.