Fréttir & tilkynningar

Börnin rýna í náttúruna

Þrír gæsluvellir opnir í Kópavogi í sumar

Þrír gæsluvellir verða opnir í sumar á tímabilinu 8. júlí til 5. ágúst. Gæsluvellirnir eru Holtsvöllur við Borgarholtsbraut, betur þekktur sem Stelluróló, Lækjavöllur við Lækjarsmára og Hvammsvöllur við Hvammsveg. Gæsluvellirnir verða opnir frá klukkan 10 til 12 og svo frá 13.30 til 16.30. 100 krónu gjald er greitt fyrir barn við komu þess.
Halldóra Ósk Helgadóttir og Baldvin Snær Hlynsson taka þátt í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi 2015…

Skapandi sumarstörf 10 ára

16 verkefni fengu styrk til að starfa undir hatti Skapandi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ í ár en verkefnin eru skipuð 26 metnaðarfullum ungmennum á aldrinum 18 til 25 ára. Skapandi sumarstörf í Kópavogi fagna 10 ára afmæli í ár og hafa margir listamenn tekið sín fyrstu skref í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi. Má þar nefna tónlistarmennina Ásgeir Trausta, Ingibjörgu Friðriksdóttur og Sölku Sól Eyfeld, sem og tölvuleikjahönnuði Auru's Awakening.
Kennarar í Kópavogi á spjaldtölvunámskeiði sem haldið var í Hörpu 12. júní 2015, degi eftir að kenn…

Erasmus+ styrkir til spjaldtölvuinnleiðingar

Kópavogsbær hefur hlotið styrk frá Erasmus+ að upphæð fimm milljónir króna og verður styrkurinn nýttur í þágu innleiðingar spjaldtölva í skólastarfi. Ætlunin er að styrkurinn verði nýttur til náms- og kynnisferðar til Odder í Danmörku, en þar hafa spjaldtölvur verið nýttar í skólastarfi með góðum árangri um nokkurra ára skeið.
Nordic Built City Challenge

Kársnes valið til þátttöku í norrænni nýsköpunarsamkeppni

Kársnes í Kópavogi hefur verið valið til þátttöku í norrænu nýsköpunarsamkeppninni Nordic Built City Challenge. Sex verkefni frá öllum Norðurlöndum voru valin til þátttöku í samkeppninni sem snýst um vistvæna, snjalla og lífvænlega bæi og borgir.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Samanburður húsnæðiskosta stjórnsýslunnar

Skýrsla um samanburð húsnæðiskosta fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar er nú aðgengileg á vef bæjarins.
Tölvuteiknuð mynd af Norðurturni. Mynd/Nýr Norðurturn.

Tillaga um kaup á húsnæði í Norðurturni

Tillaga um heimild til að kaupa húsnæði fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar í nýja Norðurturninum við Smáralind verður tekin fyrir í bæjarstjórn Kópavogsbæjar þriðjudaginn 23. júní.
Mirror's tunnel eftir Ólaf Elíasson.

Ólafur Elíasson í Gerðarsafni í sumar

Sýningin NEW REALEASE verður opnuð í Gerðarsafni í ágúst í tengslum við alþjóðlegu listahátíðina Cycle og mun sýna meðal annars verk Ólafs Elíassonar Mirror‘s Tunnel. Hátt í hundrað listamenn, íslenskir sem erlendir, taka þátt í hátíðinni sem fer að mestu fram í og við menningarhús Kópavogsbæjar en einnig víðar í Kópavogi, dagana 13. til 16. ágúst. Af öðrum listamönnum má nefna Gjörningaklúbbinn, Christinu Kubisch, Jennifer Walshe, Simon Steen-Andersen, Ensemble Adapter og Skark Ensemble.
17. júní 2014

Hátíðarhöld 17. júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní í Kópavogi með metnaðarfullri dagskrá sem stendur allan daginn og fram á kvöld. Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst með sérstakri opnun í sundlaugum bæjarins þar sem Skólahljómsveit Kópavogs leikur fyrir gesti.
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Guðrún Soffía Jónas…

Spjaldtölvur afhentar í Kópavogi

Kópavogsbær afhenti í dag 500 spjaldtölvur til kennara í grunnskólum bæjarins. Í byrjun næsta skólaárs verða fyrstu nemendatækin afhent og þegar innleiðingu lýkur haustið 2016 munu allir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum Kópavogs hafa spjaldtölvur til afnota.
Hjá dagforeldri í Kópavogi.

Mikil ánægja með dagforeldra

Tæplega 93% foreldra í Kópavogi er mjög ánægður eða ánægður með samstarf við dagforeldra. Þetta kemur fram í árlegri viðhorfskönnun foreldra sem nýta þjónustu dagforeldra í Kópavogi og var lögð fyrir í febrúar 2015.