Fréttir & tilkynningar

Á myndinni eru frá vinstri Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri, Sigrún Þórarinsdóttir, sviðs…

Nýr íbúðakjarni við Kleifakór tekinn í notkun

Nýjasti íbúðakjarninn í Kópavogi í Kleifakór var vígður í gær. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi fyrir fatlað fólk. Síðasti kjarni sem tekinn var í notkun í bænum var í Fossvogsbrún sem opnaði árið 2022.
Sundlaugapartý í Kópavogslaug.

Líf og fjör í sundlaugapartýi

Tónlistin ómaði um Kópavogslaug síðastliðinn mánudag þegar sundlaugapartý fyrir unglinga og ungmenni fór fram.
Hlíðargarður í Kópavogi er milli Lindarhvamms og Hliðarhvamms.

Gengið um Hlíðargarð

Þriðjudaginn 24.júní verður gengið um Hlíðargarð undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og Guðríðar Helgadóttur formanns Garðyrkjufélags Íslands.

Lokunartilkynning vegna malbikunarframkvæmda

Mánudaginn 23. júní frá kl. 9:00 til 16:00 er áformað að malbika Austurkór milli Vatnsendavegar og hringtorgs við Austurkór.

Lokunartilkynning á Hlíðarhjalla, milli Skálaheiði og Álfaheiði

þriðjudaginn 24. júní er Hlíðarhjalli á milli Skálaheiði og Álfaheiði lokaður
Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Soffía Karlsdóttir.

Kynntu Vatnsdropaverkefnið á alþjóðlegri ráðstefnu

Hið umfangsmikla barnamenningarverkefni Vatnsdropinn var meðal menningarverkefna sem kynnt voru á alþjóðlegu ráðstefnunni Communicating the Arts sem haldin var í tuttugasta og fimmta skipti dagana 17.-20. júní í Rijksmuseum í Amsterdam.
Árlega er lögð fyrir könnun Rannsóknar og greiningar meðal grunnskólanemenda í 8., 9. og 10. bekk.

Sterk staða í forvörnum, námi og líðan unglinga

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Rannsókna og greiningar meðal nemenda í 8.–10. bekk í grunnskólum Kópavogs sýna sterka stöðu í forvörnum, námi og líðan.

Lokunartilkynning vegna malbikunarframkvæmda

Fimmtudaginn 19. júní frá kl. 9:00 til um það bil 17:00 mun Dalvegur við Hlíðarhjalla verða lokaður.
Myndin sýnir framkvæmdasvæði.

Hafnarkantur færður til

Kópavogsbær vinnur nú að færslu á hafnarkanti á 80 m kafla við smábátahöfnina til að skapa rými fyrir göngu- og hjólaleið meðfram smábátahöfninni eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Gestir á Rútstúni.

17. júní fagnað í Kópavogi

Kópavogsbúar létu rigningu ekki á sig fá og fjölmenntu á glæsileg hátíðarhöld í tilefni 17.júní.