Fréttir & tilkynningar

Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, David Lynch formað…

Félagasamtök fá jafnréttisviðurkenningu

Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Íbúar fjalli um bæjarskrifstofur

Bæjarstjórn samþykkti einróma á bæjarstjórnarfundi 15. desember að tillögur starfshóps um húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs verði lögð fyrir rýnihópa íbúa í byrjun næsta árs. Þá verði tillögur hópsins kynntar á íbúafundi þegar vinnu rýnihópa er lokið.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Óperudagar í Kópavogi

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem haldin verður dagana 1.-5. júní 2016 í Kópavogi. Hún er skipulögð af ungu tónlistarfólki í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta Kópavogsbæ í óperusvið í nokkra daga og bjóða gestum og gangandi upp á fjölbreytta dagskrá á sem flestum stöðum.
Jólagleði við menningarhúsin í Kópavogi

Jólasmiðjur og tónleikar í menningarhúsum

Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag.
mynd af snjómokstursbíl

Ráðstafanir vegna veðursins

Vegna óveðursins sem spáð er seinnipartinn hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi um allt land. Veður verður slæmt á höfuðborgarsvæðinu.
Andlit Jóns úr Vör prýðir húsgafl í Auðbrekku í Kópavogi.

Vegleg verðlaun fyrir ljóðstaf Jóns úr Vör

Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur skipa dómnefnd ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör sem efnt er til nú í fimmtánda sinn.
Tendrað var á vinabæjartréi við mikin fögnuð viðstaddra

Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Mikið var um dýrðir í Kópavogi á aðventuhátíð Kópavogs. Tendrað var á vinabæjartréi frá Norrköping laugardaginn 28. nóvember og slegið upp jólaballi þar sem jólasveinar sýndu sig ungum og öldnum til mikillar gleði.