25.07.2025
Tuttugasta lokahátíð Skapandi Sumarstarfa
Lokahátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi fór fram í tuttugasta skipti fimmtudag 24. júlí. Dagskránni lauk með frumsýningu á afmælismyndbandi um starfsemi Skapandi Sumarstarfa síðustu 20 ár sem endaði á slagorðinu “Lengi lifi listin!” sem áhorfendur hrópuðu í takt og þar með lauk vel lukkuðum afmælisfögnuði.