Fréttir & tilkynningar

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2016.

Hjartadagshlaup í Kópavogi

Hjartadagshlaup og ganga verður haldin í Kópavogi 25. september. Að viðburðunum standa Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill en hlaupið er haldið í samvinnu við Kópavogsbæ sem býður þátttakendum í sund að loknu hlaupi. Hlaupið er haldið í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum.
Logo Kópavogsbæjar

Félagslegar leiguíbúðir seldar til íbúa

Kópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári. Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk.
Samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi undirritað föstudaginn 16. september. Ármanni K…

Stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirrituðu í dag samkomulag um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Það mun rísa á lóð Kópavogsbæjar í Boðaþingi og verður tengt við byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem þegar hefur risið á lóðinni. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018.
Frá opnun bókhalds Kópavogsbæjar. Á myndinni eru frá vinstri: Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaðu…

Kópavogur opnar bókhaldið

Kópavogsbær hefur opnað bókhald bæjarins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins. Þar er að finna upplýsingar um færslur ársins 2014, 2015 og fyrstu 6 mánuði ársins 2016. Kópavogsbær er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi sem opnar bókhald sitt með þessum hætti og markar viðburðurinn tímamót í stjórnsýslu á Íslandi.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

322 milljón króna rekstrarafgangur

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 322 milljónir króna á fyrri hluta árs 2016. Gert hafði verið ráð fyrir tapi upp á 37 milljónir króna. Ástæða mismunarins er einkum að skatttekjur eru heldur hærri en reiknað var með og að bókuð er tekjufærsla vegna lóðaúthlutana, sem ekki var á áætlun. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar til 30. júní 2016 sem lagður var fram í bæjarráði í dag, 8. september.
Okkar Kópavogur - Taktu þátt!

Okkar Kópavogur: 34 verkefni valin

Frisbígolf í Kópavogsdal, vatnspóstar á Kársnesstíg, útsýnisstaður í Kórahverfi og fegrun Hamraborgar eru meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls hlutu 34 hugmyndir brautargengi en 200 milljónum verður varið í verkefnin. Framkvæmdir hefjast í haust en lýkur á næsta ári. Um 3.500 manns tóku þátt í kosningunni eða 12,5% Kópavogsbúa 16 ára og eldri.
Á mynd eru frá vinstri: Karen E. Halldórsdóttir, Heiðar Rafn Harðarsson, Kristín Þorkelsdóttir, Ásg…

Heiðurs- og bæjarlistamaður útnefndir

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður og hönnuður er heiðurslistamaður Kópavogs 2016 til 2017. Bæjarlistamaður er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari. Valið var kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynnti um valið á listamönnunum og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Auður Sigrúnardóttir, varaformaður lista- og menningarráðs, afhentu listamönnunum viðurkenningu.
Lokanir vegna tónleika með Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi.

Aðgengi í tengslum við Bieber-tónleika

Undirbúningur vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi 8.og 9. september er í fullum gangi. Lokað verður fyrir umferð í nánasta umhverfi við Kórinn á tónleikadögunum, fyrir aðra en íbúa. Þeir fá umferðapassa sem dreift verður í hús 5. september.