12.09.2024
Grindvíkingar æfa í Kópavogi
Meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta karla og kvenna fá æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Kársnesskóla í vetur. Ásdís Kristjánsdóttir og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samning um efnið í vikunni að viðstöddum fulltrúum Breiðablik og Ungmennafélags Grindavíkur, UMFG.