Fréttir & tilkynningar

Afmælishátíð í Kópavogi verður dagana 9.-13.maí.

Kópavogur fagnar 70 ára afmæli

Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í vikunni en bæjarfélagið fagnar 70 ára afmæli sunnudaginn 11. maí. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, sækir bæinn heim á sunnudag og tekur þátt í Barnamenningarhátíð sem verður með afmælisbrag.
Rebeca er meðal leigjanda í garðlöndum neðan Kjarrhólma, annað árið í röð.

Garðlönd laus til umsóknar

Enn eru garðlönd laus til umsóknar en lausum skikum fækkar ört og eru áhugasöm hvött að sækja um sem fyrst.
Fossvogsbrú.

Kynningarfundur um Samgöngusáttmálann

Betri samgöngur og Vegagerðin í samstarfi við Kópavogsbæ efna til kynningarfundar um stöðu og framgang verkefna Samgöngusáttmálans. Fundurinn fer fram  í Salnum þriðjudaginn 20.maí og hefst klukkan 17.00.  
Fulltrúar barna og ungmenna í Kópavogi ásamt bæjarstjórn.

Bæjarstjórn fundaði með börnum og ungmennum

Þriðjudaginn 13. maí fundaði Bæjarstjórn Kópavogs með fulltrúum ungmennaráðs og grunnskólabarna bæjarins. Á fundinum voru lagðar fram tillögur Barna- og ungmennaþings en það er einn af hornsteinum barnvæns sveitarfélags, eins og Kópavogur er, að börn og ungmenni fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Vatnsendahverfi í Kópavogi.

Ársreikningur ársins 2024 staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn.
Götugangan 2025 fór fram þriðjudaginn 13.maí.

Götuganga í sumarblíðu

Götuganga Virkni og vellíðan í Kópavogi fór fram mikilli veðurblíðu í dag, þriðjudaginn 13.maí. Gangan er nú haldin í þriðja sinn og tóku tæplega 300 þátt í göngunni sem hófst og lauk á Kópavogsvelli.
Glatt á hjalla í Boðanum, félagsmiðstöð aldraðra í Kópavogi.

Buðu upp á afmælisköku í félagsmiðstöðvum aldraðra

Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar var boðið upp á afmælisköku í félagsmiðstöðvum aldraðra í dag, föstudaginn 9.maí.
Hægt er að skila bókum í Bókasafn Kópavogs þessa vikuna án þess að fá sekt.

Sektalaus vika á bókasafni Kópavogs

Í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogsbæjar og Barnamenningarhátíðar er vikan 5.-11. maí sektarlaus á Bókasafni Kópavogs.
Boðið er upp á afmælisköku í Smáralind.

Boðið upp á afmælisköku í Smáralind

Boðið verður upp á afmælisköku í Smáralind í tilefni 70 ára afmæli Kópavogsbæjar laugardaginn 10.maí milli 14 og 16.