Knattspyrnuhöllin Fífan hefur verið tekin í notkun á ný eftir umfangsmiklar framkvæmdir. Í framkvæmdum fólst að skipt var um hitalagnir, tartanefni í hlaupabraut og gervigras. Nýja gervigrasið er án innfylliefna og Fífan er því fyrsti gervigrasvöllur landsins í fullri stærð með innfyllilaust gervigras, sem er umhverfisvæn lausn.
Feðgarnir Höskuldur og Gunnlaugur ætla að leiða gesti í gegnum laufabrauðsskurð og steikja afraksturinn í Safnaðarheimili Kópavogskirkju laugardaginn 13. desember frá 11 til 13.
Aukið hefur verið verulega í skammdegis- og jólalýsingu í Kópavogi í ár. Bætt var við lýsingu í efri byggðum en þar hefur ekki verið mikil lýst upp til þessa. Ljósastaurar við Vatnsendaveg eru nú skreyttir auk þess sem göngubrú er ljósum prýdd svo dæmi séu tekin.
Notaleg og góð stemning var á opnu húsi í Barnaskóla Kársness sem haldið var á laugardag. Nemendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu auk þess sem nágrannar litu við, gamlir nemendur og skólafólk víða að.